Móttökur og veislur

Glæsileg umgjörð fyrir veislur og móttökur

Veisla Menningarfélag Akureyrar býður uppá glæsilega umgjörð fyrir móttökur og veislur í Hofi og Samkomuhúsinu. Lögð er áhersla á að upplifun gesta sé eins og best verður á kosið, hvort sem um er að ræða brúðkaup, afmæli, fermingu, kaffiboð eða galakvöldverð.

Veitingahúsið í Hofi er á tveimur hæðum og tekur allt að 120 manns í sæti. Þar er þó með lítilli fyrirhöfn hægt að halda allt að 500 manna veislur með opnun yfir í nærliggjandi rými.

Með því að sameina nokkur rými í húsinu er hægt að halda allt að 1.000 manna móttöku.

Með því að smella á flipana vinstra megin á síðunni er hægt að fá nánari upplýsingar um þá aðstöðu sem er í boði í Hofi.