Fara í efni

Móttökur og veislur

Viltu halda veislu í fallegu húsnæði? Í Hofi er glæsileg umgjörð fyrir hvers konar veislur og móttökur. Lögð er áhersla á að upplifun gesta sé eins og best verður á kosið, hvort sem um er að ræða brúðkaup, afmæli, fermingu, kaffiboð eða galakvöldverð.

Menningarhúsið Hof býður upp á glæsilega veisluþjónustu fyrir stóra sem smáa hópa. Veitingastaðurinn er á tveimur hæðum og tekur allt að 120 manns í sæti. Þar er þó með lítilli fyrirhöfn hægt að halda allt að 500 manna veislur með opnun yfir í nærliggjandi rými. Með því að sameina nokkur rými í húsinu er hægt að halda allt að 1.000 manna móttöku. Fyrirspurnir og bókanir vegna veitinga sendist á netfangið mak@mak.is

Íhugir þú að koma með þína veislu í Hof, skaltu endilega senda okkur fyrirspurn.

Hamrar

Stærð: 180,5 fm
Hámarksnýting: 130 / 200 manns

Naust

Stærð: 208,5 fm
Hámarksnýting: 110 / 150 manns

Svarti kassinn - Hamraborg

Stærð: 266 fm
Hámarksnýting: 130 / 200 manns

Hamragil

Stærð: 330 fm