Fara í efni

Fjörug helgi framundan

Veistu ekkert hvað þú átt að gera um helgina? Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi!

Um helgina fara fram síðustu sýningarnar af And Björk, of course.. Miðasala hér. Sýningin, sem er merkt Trigger Warning, hefur vakið mikla athygli en hér er hægt að lesa meira um TW. Sýningar eru í Samkomuhúsinu.

Uppistandið Púðursykur fer fram í Hamraborg í Hofi á föstudagskvöldinu. Fyrri sýningin hefst kl. 19 en sú síðari kl. 22. Miðasala hér.

Á föstudagskvöldinu er einnig komið að útgáfutónleikunum Úr tóngarðinum sem er samstarfsverkefni Sigríðar Huldu Arnardóttur og Brynjólfs Brynjólfssonar. Miðasala hér.

Á laugardaginn verða afmælistónleikarnir Jonni í Hamborg 100 ára. Dagskráin hefst klukkan 14 í Hömrum í Hofi. 

Sýningin Til hamingju með að vera mannleg fer fram í Hofi á laugardagskvöldið. Á meðal leikkvenna eru Nína Dögg Filippusdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir og Lovía Gunnarsdóttir.  Munu 1000kr af hverjum seldum miða ganga til Krabbameinsfélags Akureyrar. Miðasala hér.

Á sunnudeginum fara fram síðustu sýningar Leikfélags Menntaskólans á Akureyri af ævintýrinu um Gosa. Miðasala hér.

Til baka