Fara í efni

Listsjóðurinn VERÐANDI

Listsjóðurinn VERÐANDI 

hefur nú sent út svör á alla umsækjendur sem sóttu um styrki á starfsárinu 2024-2025. 

Nöfn styrkþega og viðburðir þeirra verða birtir hér á síðunni innan skamms. 

 

_________________________________________________________________

Auglýsir eftir umsóknum fyrir starfsárið 2024-2025.

Sjóðurinn veitir styrki til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, tæknibúnaði, tækniþjónustu og framhúsi ásamt auglýsingu í ljósakassa.

Helstu markmið sjóðsins eru að auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnanna að nýta sér þá fyrirmyndar aðstöðu sem Hof hefur uppá að bjóða, stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í húsunum og nýta möguleika þeirra sem best.

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2024.

 

Hér sækir þú um

Hér má sjá vinnureglur úthlutunarnefndarinnar

Hér má sjá myndir af Hamraborg, Svarta kassanum, Hömrum og Nausti. 

VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.