Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í listsjóðinn VERÐANDI

Listsjóðurinn VERÐANDI 

Sjóðurinn hefur nú opnað fyrir umsóknir fyrir starfsárið 2022-2023 . 

Sjóðurinn veitir styrki til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, tæknibúnaði og tækniþjónustu ásamt auglýsingu í ljósakassa.

Helstu markmið sjóðsins eru að auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnanna að nýta sér þá fyrirmyndar aðstöðu sem Hof hefur uppá að bjóða, stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í húsunum og nýta möguleika þeirra sem best.

VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.

Umsóknarfrestur er til 5. maí. 2022   

HÉR SÆKIR ÞÚ UM