Fara í efni

LMA sýnir Inn í skóginn

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri er mætt í Hof.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri er mætt í Hof.

Æfingar Leikfélags Menntaskólans á Akureyri á verkinu Inn í skóginn eru í fullum gangi í Menningarhúsinu Hofi. Leikstjóri verksins er Vala Fannell en frumsýning fer fram föstudaginn 6. mars.

„Metnaður, kjarkur og dugnaður eru orð sem eiga vel við þennan hóp og ferlið. Það er stundum erfitt að trúa að hópur fólks geti áorkað svo miklu á svona skömmum. Það er hrikalega gaman að sjá svona mikla sköpunargleði og samvinnu,“ segir Ólafur Ísar hjá LMA.

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri hefur sýnt söngleikinn Tröllfyrir fullu húsi síðustu vikurnar og samtals hafa um 150 ungmenni komið að uppfærslum leikfélaganna tveggja í Hofi. Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðarstjóri Hofs, segir skemmtilegt að fá tækifæri til að styðja við ungt fólk í leiklist.

„Við erum stolt af því að bjóða leikfélög framhaldsskólanna á Akureyri velkomin í hús. Þetta eru metnaðarfull ungmenni, afar dugleg og kalla ekki allt ömmu sína,“ segir Kristín Sóley.

Miðasala á Inn í skóginn er í fullum gangi á mak.is

Til baka