Fara í efni

Hátíðleg helgi í Hofi

Aðventan hefst um næstu helgi og það á með sanni segja að Hof sé að komast í hátíðarskap. 

Á laugardagskvöldinu flytur söngkonan Jónína Björt Gunnarsdóttir okkur jólatónleika í Hofi ásamt glæsilegum hópi listafólks.  Jólaljós og lopasokkar eru kósý og hátíðlegir jólatónleikar með öllum okkar uppáhalds jólalögum í bland við minna þekkt jólalög. Gestasöngvarar eru Björgvin Franz Gíslason og Kristjana Arngrímsdóttir en kynnir er Vilhjálmur B. Bragason. Miðasala á mak.is. 

Á sunnudeginum er komið að hátíðarsýningu Steps Dancecenter sem ætlar að setja hlið klassíska jólaævintýri um Ebenezer Skrögg í jólalegan dansbúning. Miðsala á mak.is.  

Við minnum svo á sýninguna  Hlýnun sem stendur yfir í Hofi. Listakonan Jonna, Jónborg Sigurðardóttir, stendur á bak við sýninguna sem verður í Hofi fram á nýtt ár.

Til baka