Fara í efni

Gleðilegan febrúar – Chicago, Bíddu bara, Pink Floyd og Andlit

Söngleikurinn Chicgo hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur í Samkomuhúsinu. 
Mynd: Auðunn Níelsson
Söngleikurinn Chicgo hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur í Samkomuhúsinu.
Mynd: Auðunn Níelsson

Febrúarmánuður heilsar með fjölda sýninga af söngleiknum Chicago sem sýndur er í Samkomuhúsinu. Uppselt er á margar sýninganna en nýjum sýningadögum var nýlega bætt við og því um að gera að hafa snör handtök til að tryggja sér miða í tíma. Miðasala er sem fyrr á mak.is.

Laugardaginn 11. febrúar stíga þær Salka Sól, Selma Björnsdóttir og Björk Jakobsdóttir á svið Hofs í sýningunni Bíddu bara. Sýningin, sem er algjör hlátursprengja, fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; vonir, drauma, biturleika og frú-strasjónir. Tvær sýningar verða, sú fyrri klukkan 17 og síðari klukkan 20.

Myndlistakonan Guðrún Pálína Guðmundsdóttir mun opna sýningu sína í Hofi 11. febrúar kl. 14. Sýningin ber titilinn Andlit/Faces. Öll velkomin.

Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að Dark Side of the Moon með hljómsveitinni Pink Floyd kom út verður verkið flutt í heild sinni í Hamraborg í Hofi ásamt örðum perlum sveitarinnar. Viðburðurinn fer fram laugardagskvöldið 18. febrúar kl. 18.

Kaffihúsið Garún hefur lokað í Menningarhúsinu Hofi. Þar til nýr veitingaaðili hefur störf í húsinu mun Múlaberg sjá um veitingasölu á viðburðum, fundum og ráðstefnum.

Til baka