Fara í efni

Gefðu upplifun í jólagjöf - Gjafabréfin fást á mak.is

Gjafabréf í leikhús eða á tónleika eru frábær jólagjöf hvort sem er handa fjölskyldunni eða starfsmannahópnum. Menningarfélag Akureyrar býður upp á fernskonar gjafbréf:

 

  • Opin  gjafabréf sem gilda á alla viðburði í Menningarhúsinu Hofi og Samkomuhúsinu með upphæð að eigin vali.

 

  • Falleg gjafabréf á sprenghlægilega leikritið And Björk, of course.. eftir Þorvald Þorsteinsson sem frumsýnt verður í Samkomuhúsinu í febrúar. Leikarar eru Jón Gnarr, Sveppi, María Heba, María Pálsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Arna Magnea Danks og Davíð Þór Katrínarson. Miðaverð 6.600 kr.

 

  • Falleg gjafabréf á barnaverkið Litla skrímslið og stóra skrímslið sem frumsýnt verður í janúar í Hofi. Verkið byggir á bókunum vinsælu eftir Áslaugu Jónsdóttur. Miðaverð 3.500 kr. Einnig er hægt að kaupa bækurnar í Hofi á aðeins 1500 kr stk. Sjö  titlar eru í boði.

 

  • Fallegt gjafabréf á tónleikasýninguna Pláneturnar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur þetta vinsæla verk eftir Gustav Holst í Hofi og Stjörnu-Sævar leiðir áhorfendur í gegnum sögu plánetanna á meðan tilkomumiklu og nýju myndefni úr himingeimnum er varpað á skjá. Miðaverð 8.900 kr.

Hafðu samband við miðasöluna í Hofi í síma 450-1000, í gegnum netfangið midasala@mak.is eða keyptu  gjafabréfin á mak.is. 

Til baka