Fara í efni
Dags Tími
18 .feb '24 16:00

Hér er efnisskráin!

 

Fjölskyldu- og vísindatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands!

Á tónleikunum leiðir Stjörnu-Sævar tónleikagesti um himinhvolfið í samhljómi við flutning Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á Plánetunum eftir Gustav Holst. Nýju og tilkomumiklu myndefni af sólkerfinu verður varpað upp á tjald á meðan á tónlistarflutningnum stendur.

Sögumaður: Sævar Helgi Bragason
Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason

HOF 18. febrúar 2024 kl 16.

Miðaverð: 8900

Athugið sérstakt miðaverð fyrir börn 12 ára og yngri: 6500

 

Sævar Helgi, Stjörnu-Sævar, verður með kynningu á tónskáldinu, verkinu og plánetunum sjálfum á veitingastaðnum í Hofi. Kynningin hefst klukkustund fyrir tónleikana eða kl. 15. Öll velkomin á kynninguna.

 

Gustaf Holst var mikill áhugamaður um stjörnufræði og í þessu tónverki líkir hann eftir einkennum plánetanna eins og hann upplifði þær. Tilkomumikill hjómur þessa verka hefur haft mikil áhrif á kvikmyndatónlist og hafa tónskáld eins og John Williams og Howard Shore greinilega verið undir áhrifum frá Holst og Plánetunum hans í þeirra verkum, t.d í Star Wars og Lord of the Rings.

Þetta eru tónleikar sem henta allri fjölskyldunni, sérstaklega forvitnum.