Fara í efni
Dags Tími
18 .feb 16:00
Verð: 8.900 kr.

Eitt vinsælasta tónverk 20. aldar, Pláneturnar eftir Gustav Holst, flutt í heild sinni með sögumanni og myndasýningu í Hofi.

Stjörnu - stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason leiðir áheyrendur í gegnum sögu plánetanna og tilkomumiklu myndefni verður varpað upp meðan á tónlistarflutningnum stendur.

Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason

Gustaf Holst var mikill áhugamaður um stjörnufræði og í þessu tónverki líkir hann eftir einkennum plánetanna eins og hann upplifði þær. Tilkomumikill hjómur þessa verka hefur haft mikil áhrif á kvikmyndatónlist og hafa tónskáld eins og John Williams og Howard Shore greinilega verið undir áhrifum frá Holst og Plánetunum hans í þeirra verkum, t.d í Star Wars og Lord of the Rings.

Á tónleikunum leiðir Stjörnu-Sævar áheyrandann um himinhvolfið undir flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessu einu vinsælastasta og glæsilegasta hljómsveitarverki 20. aldar. Nýju og mögnuðu myndefni úr himingeiminum verður varpað upp meðan á tónlistarflutningnum stendur.