Fara í efni

Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið fást á frábæru verði þegar keypir eru miðar á sýninguna

Nú er hægt að kaupa sjö bækur um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler þegar keyptir eru miðar/gjafabréf á sýninguna Litla skrímslið og stóra skrímslið sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Hofi í janúar. 

Bækurnar sem eru í boði eru Skrímsli í myrkrinu, Stór skrímsli gráta ekki, Nei sagði litla skrímslið, Skrímsli í heimsókn, Skrímslapest, Skrímsli í vanda og Skrímslaleikur og kosta aðeins 1500 krónur stykkið. Sækja þarf bækurnar í Menningarhúsið Hof.

Miði/gjafabréf á sýninguna og bók/bækur eru fullkomin jólagjöf handa öllum krökkum á leikskólaaldri upp til tíu ára aldurs!

Þetta er í annað sinn sem leikritið um Litla skrímslið og stóra skrímslið er sýnt í atvinnuleikhúsi en verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2011 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar við frábærar undirtektir. 

Kaupa miða og bók/bækur hér. Hægt er að kaupa gjafabréf á sýninguna  hér og einnig í miðasölunni í Hofi.

  

       

Til baka