Umsjón með ráðstefnum

Starfsfólk Menningarfélags Akureyrar er reiðubúið til þjónustu við skipulagningu viðburða, hvort heldur er varðar tæknimál eða önnur skipulagsmál.

Búnaður sem hægt er að fá aðgengi að í tengslum við viðburði í hinum fjölbreyttu og glæsilegu rýmum Hofs 

 • Þráðlaus nettenging
 • Tölva, skjávarpi og tjöld
 • Uppsetning á hljóðkerfi og lýsingu eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni
 • Aðgangur að þráðlausum hljóðnemum
 • Aðgangur að prentun, ljósritun o.þ.h
 • Aðgangur að skrifstofuaðstöðu
 • Aðgangur að minni fundar- og vinnuherbergjum
 • Upptaka á viðburðum (hljóð og/eða mynd)
 • Skráning á viðburði – símsvörun
 • Aðgangur að veitingaþjónustu
 • Aðstoð við markaðssetningu og kynningu viðburða
 • Aðstoð við skipulagningu á menningartengdum viðburðum eða afþreyingu í tengslum við ráðstefnuhald
 • Umsjón með uppstillingu og skreytingu í rýmum og á sviði (hönnun og framleiðsla)
 • Þjónusta í fatahengi
 • Þjónusta í tengslum við förðun, hárgreiðslu og þess háttar.

Auk þessa er hægt að leita aðstoðar hjá fjölmörgum þjónustufyrirtækjum í bænum sem sérhæfa sig og bjóða upp á aðstoð við skipulagningu ráðstefna.

Má þar m.a. nefna:

Ferðaskrifstofa Akureyrar
Sími: 4600600 og netfang: aktravel@aktravel.is

Nonni Travel
Sími: 461 1841 og netfang: nonni@nonnitravel.is

Saga Travel
Sími: 558 8888 og netfang: sagatravel@sagatravel.is

Viðburðarstofa Norðurlands
Netfang:  info@vidburdastofa.is