Fara í efni

Vorið vaknar og Inn í skóginn

Það verður líf og fjör í báðum húsakynnum Menningarfélags Akureyrar um helgina. Í Samkomuhúsinu fer fram næst síðasta sýningin af verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar. Sýningin fer fram á laugardagskvöldið og eftir hana er aðeins ein sýning eftir. Athugið að það verða engar aukasýningar. 

Í Menningarhúsinu Hofi er hinsvegar sýningin Inn í skóginn sem Leikfélag Menntaskólans á Akureyri stendur fyrir. Sýningin hlaut á sínum tíma tíu tilnefningar til Tony-verðlauna og hlaut þar af þrjú, meðal annars fyrir bestu upprunalegu tónlist. Sýningar fara fram í kvöld, fimmtudagskvöld, og annað kvöld.

 

 

Til baka