Fara í efni

Vetrarferðin verður í Hamraborg

Kristinn Sigmundsson stórsöngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda sínu striki og halda tónleika sína í Hofi sunnudaginn 6. september klukkan 17. Tónleikarnir fara fram í Hamraborg en ekki í Hömrum. Fjöldi miða takmarkast við 100 manns í salnum, tveir metrar verða á milli óskyldra gesta og farið verður eftir gildandi sóttvarnarreglum. Sætin eru ónúmeruð á þessa tónleika og starfsfólk hússins mun vísa fólki til sætis til að halda 2 metra reglunni.

Nánari upplýsingar hér.

Til baka