Fara í efni

Tröll og Djákninn á Myrká

Það er skemmtileg helgi fram undan hjá Menningarfélagi Akureyrar! 

Í Hofi halda áfram sýningar á Tröll, leikverki Leikfélags Verkmenntaskólans á Akureyri. Leikstjóri er Kolbrún Lilja Guðnadóttir en innblástur verksins er fenginn frá frægu myndinni Trolls sem gefin var út árið 2016. Miðasala hefur fengið mjög vel svo þau sem ætla sér að sjá Tröll er bent á að tryggja sér miða sem fyrst. Hér er miðasala

Í Samkomuhúsinu mun Djákninn á Myrká snúa aftur en sýningin, Djákninn á Myrká - Sagan sem aldrei var sögð sló rækilega í gegn á síðasta leikári. Vegna mikilla vinsælda snýr þessi sprenghlægilega og farsakennda meðhöndlun á þekktustu draugasögu Íslandssögunnar aftur og sem áður eru það Jóhann Axel Ingólfsson og Birna Pétursdóttir sem draga fram hverja persónuna á fætur annarri, lesa á milli línanna og skálda í eyðurnar. Djákninn á Myrká - Sagan sem aldrei var sögð er samstarf Leikhópsins Miðnætti við Leikfélag Akureyrar. Sýningar eru aðeins þessa helgi.Miðasala er hér.  

Hér er leikskráin fyrir Djáknann á Myrká.

 

 

Til baka