Fara í efni

Töfrarnir í aukaskrefinu

Akureyringurinn Sverrir Ragnarsson verður með námskeiðið Töfrarnir í aukaskrefinu í Menningarhúsinu Hofi 7. janúar 2023. 

Á námskeiðinu mun Sverrir hjálpa fólki að bæta sjálft sig á öllum sviðum í lífinu. Sverrir er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann lauk námi í alþjóða viðskiptum frá University of Denver í Colorado í Bandaríkjunum þar sem hann býr nú. Hann starfar við þjálfun starfsfólks og stjórnenda margra stærstu fyrirtækja heims og vinnur auk þess mikið með einstaklingum og hópum svo þeim auðnist að rækta það besta sem í þeim býr.

Sverrir heldur einnig námskeið fyrir krakka. Nánari upplýsingar á mak.is

Til baka