Fara í efni

Söngdívan Andrea og Galdramolaganga

Um helgina fara fram stórtónleikar í Hofi þegar söngdrottningin Andrea Gylfadóttir og bandaríski saxafónsnillingurinn Phillip Doyle stíga á svið ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Flutt verða frábær lög úr kvikmyndum á borð við Goldfinger, Smile og Calling you en um framhald af bíóbandsþema Andreu til margra ára er að ræða sem og vinsælum tónleikum hennar með Doyle í Hofi.

Meistarar á borð við Einar Scheving, Pálma Gunnarsson og Kristján Edelstein ganga til liðs við sinfóníuhljómsveitina en Kjartan Valdemarsson hefur útsett lögin og verður hljómsveitarstjóri. Tónleikarnir fara í Hamraborg á laugardagskvöldið. Miðarnir hafa rokið út en enn er eitthvað eftir af miðum

Á laugardeginum fer fram spennandi Galdramolaganga klukkan 14 á Glerártorgi þegar Blær, Bjartur og Sóley, úr leikritinu Galdragáttin og þjóðsagan mæta. Allir krakkar eru velkomnir og geta átt von á að vinna miða á sýninguna sem nú er sýnd í Samkomuhúsinu. 

Galdragáttin er svo sýnd á sunnudeginum. Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur og fékk til að mynda fjórar stjörnur í Morgunblaðinu og nú hefur verið bætt við aukasýningu laugardaginn 26. október. Hér er hægt að fá miða.

Til baka