Fara í efni

Skráning í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar stendur yfir

Innritun í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar stendur yfir. Skólasetning er 8. september klukkan 14 í Samkomuhúsinu og kennsla hefst svo mánudaginn 9. September í Rósenborg á efstu hæð.

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla fyrir börn  og unglinga í 2.-10. bekk grunnskóla. Í skólanum læra börnin öll helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki, aga og tækni, allt með gleðina í fyrirrúmi. Í vetur verða hóparnir ekki stærri en 8 börn til að mæta þörfum nemenda betur.

Kennarar skólans í vetur eru Jenný Lára Arnórsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Vala Fannell sem hafa allar háskólamenntun í leiklist og reynslu af kennslu. 

Skráningu lýkur 8. september. Námskeiðinu lýkur svo með sýningu í Samkomuhúsinu í desember.

 

NÁNAR UM LLA

SKRÁNING

 

Til baka