LEIKLISTARSKÓLI LEIKFÉLAGS AKUREYRAR

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla fyrir börn  og unglinga í  2.-10. bekk grunnskóla.  Í skólanum læra börnin öll helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki, aga og tækni, allt með gleðina í fyrirrúmi. Í vetur verða hóparnir ekki stærri en 12 börn til að mæta þörfum nemenda betur. Allir kennarar skólans eru fagmenntaðir á sviði leiklistar.

Vorönn 2019 hefst 21. janúar. Önnin er 12 vikur og lýkur með sýningu fyrir aðstandendur í Samkomuhúsinu 12.-14. apríl 2019.

Í vetur verða fjögur stig við skólann; fyrsta-, annað-, þriðja- og efsta stig. Frekari upplýsingar um stigin og tímasetningar má finna hér til vinstri. Þar fara einnig skráningar fram.

Athugið að tímasetningar fyrir hópana hafa breyst enda erum við alltaf að vinna í því að bæta okkur og koma til móts við börnin, foreldrana og kennarana.
Einnig getur hópum fækkað eða fjöldað eftir aðsókn í skólann.

Kennsla Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á vorönn 2019 fer fram í Menningarhúsinu Hofi.

Skólastjóri Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar er Jenný Lára Arnórsdóttir
Allar nánari upplýsingar um Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar má nálgast með því að senda fyrirspurnir á netfang skólans, lla@mak.is