Fara í efni

Ritlistarsmiðja með Bjarna Fritzsyni

Rithöfundurinn Bjarni Fritzson verður með ritlistarsmiðju fyrir krakka í Hofi miðvikudaginn 18. maí klukkan 17. 

Bjarni Fritzson mun kenna þátttakendum galdurinn bakvið að skrifa sjúklega fyndna, spennandi og skemmtilega metsölubók!!!!

Bjarni mun fara skref fyrir skref yfir ritferlið sem hann fer í gegnum þegar hann skrifar Orra óstöðvandi bækurnar sínar. Bjarni hefur hlotið Bókaverðlaun barnanna síðastliðin tvö ár.

Ritlistarsmiðjan er fyrir alla krakka á aldrinum 10-12 ára. 

Skráning fer fram á hér!

Smiðjan tekur eina klukkustund. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Til baka