Fara í efni

LMA sýnir söngleikinn Footloose

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur upp söngleikinn  Footloose í Menningarhúsinu Hofi í mars. Krakkarnir eru mætt í hús og munu æfingar standa yfir næstu tvær vikurnar.  

Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 1984 sem margir muna án efa eftir en í þeirri mynd fer Kevin Bacon eftirminnilega með hlutverk aðalpersónunar Ren McCormack.

Footloose er stútfullur af skemmtilegum dönsum, æðislegri tónlist og boðskap sem hvetur ungmenni til þess að vera frjáls og að standa með sjálfum sér.

Sýningar LMA einkennast af ótrúlegum hæfileikum, gífurlegum metnaði og ótakmörkuðu magni af leikgleði. Sýningarnar eru mannaðar af nemendum MA og er þetta verkefnið þeirra hvort sem það er í leikmyndasmíðum, hönnun gerva eða búninga, nemendur sjá um alla markaðssetningu og láta ljós sitt skína á sviðinu. Allt er þetta svo gert undir leiðsögn góðra leikstjóra sem að þessu sinni eru þau Elísabet Skagfjörð og Aron Martin Ásgerðarson.

Miðasala á mak.is 

Til baka