Fara í efni
Leikfélag MA
Dags Tími
03 .mar '23 20:00
04 .mar '23
05 .mar '23
06 .mar '23
07 .mar '23
08 .mar '23
09 .mar '23
10 .mar '23
11 .mar '23
12 .mar '23

Footloose er söngleikur byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 1984 sem margir muna án efa eftir. Í þeirri mynd fer Kevin Bacon eftirminnilega með hlutverk aðalpersónunar Ren McCormack. Sagan sem er skrifuð af Dean Pitchford og Walter Bobbie var svo gerð að söngleik 1998 sem var fyrst sýndur á Broadway. Íslensku þýðinguna gerði Gísli Rúnar Jónsson.

Leikritið fjallar um Aron (Ron) en hann og mamma hans flytja í lítinn bæ þar sem mamma Arons ólst upp. Eftir að Aron kemur í bæinn kemst hann fljótlega að því að þar er bannað að dansa og hlusta á tónlist. Aroni líkar það ekki og hefst þá ferðalag þar sem söguhetjurnar reyna að breyta þessari ákvörðun prestsins og bæjarstjórnarinnar í bænum.

Söngleikurinn er stútfullur af skemmtilegum dönsum, æðislegri tónlist og boðskap sem hvetur ungmenni til þess að vera frjáls og að standa með sjálfum sér. Ekki láta þig vanta þegar tónlistin, dansinn og leikgleðin fer af stað. Cause you gotta cut loose, Footloose Leikfélag Menntaskólans á Akureyri (LMA) hefur verið að setja upp sýningar frá árinu 1936 og hafa þær verið sýndar víðs vegar um Akureyri en nú á seinustu árum hafa þær farið fram í menningarhúsinu Hofi. Sýningar LMA einkennast af ótrúlegum hæfileikum, gífurlegum metnaði og ótakmörkuðu magni af leikgleði. Sýningarnar eru mannaðar af nemendum MA og er þetta verkefnið þeirra hvort sem það er í leikmyndasmíðum, hönnun gerva eða búninga, nemendur sjá um alla markaðssetningu og láta ljós sitt skína á sviðinu. Allt er þetta svo gert undir leiðsögn góðra leikstjóra sem að þessu sinni eru þau Elísabet Skagfjörð og Aron Martin Ásgerðarson.