Fara í efni

Leiklistarsmiðja og leiklistarnámskeið í sumar!

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður upp á skemmtilega leiklistarsmiðju og sumarnámskeið í leiklist fyrir krakka í sumar!

Í leiklistarsmiðjunni fá nemendur að kynnast grunnatriðum í leiklist, öðlast sjálfstraust og þor auk þess sem leikgleðin verður í fyrirrúmi. Kennari er Kolbrún Lilja Guðnadóttir. Smiðjan er í boði Listasumars en skráning er nauðsynleg. Skráning er hafin á Sportabler. 

Sumarnámskeiðin fara fram utandyra þegar veður leyfir. Unnar verða stuttar sýningar auk þess sem áhersla er lögð á að bæta sjálfstraust og þor nemenda í gegnum leiklistaræfingar og -leiki. Kennarar námskeiðanna eru Jenný Lára og Kolbrún Lilja. Skráning er hafin og fer fram á Sportabler.

Nánari upplýsingar um smiðjuna og námskeiðin eru á mak.is en fyrirspurnir má líka senda á lla@mak.is

Til baka