Skráning í leiklistarnám hefst 14. ágúst - Hér er stundarskráin
Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður upp á markvisst nám í leiklist fyrir börn í 2.-10. bekk grunnskólanna.
Markmið skólans er að þjálfa nemendur í grunnatriðum leiklistar auk þess að þau kynnist sjálfum sér betur, mannlegu eðli og samfélaginu. Þar að auki læra þau aga, umburðarlyndi og tillitssemi í gegnum hópavinnu sem snýr að sameiginlegu markmiði þátttakenda. Þá verður sérstaklega unnið að því að bæta sjálfsöryggi þeirra og finna styrkleika hvers nemanda.
Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Sköpun – Samvinna.
Í ár verða fjórar deildir við skólann – Fornám, Grunndeild, Miðdeild og Unglingadeild. Frekari upplýsingar um deildirnar og áherslur þeirra má finna hér fyrir neðan auk mikilvægra dagsetninga.
Skólaárið skiptist í tvær 12 vikna annir, haustönn og vorönn. Á fyrri önn er lögð áhersla á að styrkja undirstöður í leiklist hjá nemendum og seinni önn fer í að æfa fyrir lokadag eða lokasýningu deildarinnar. Í ár verða unnin verk út frá samsköpun en þá vinnur hópurinn saman að því að búa til leiksýningu út frá sögu, ljóði, brandara, lagi eða í raun hverju sem er.
Haustönn 2023 hefst 4. september og lýkur 1. desember.
Vorönn 2024 hefst 15. janúar og lýkur 4. maí.
Kennsla fer fram Undirheimum sem er kennslurými okkar í kjallaranum á Hofi.
Við hlökkum til að hitta fyrrum og nýja nemendur við nýtt upphaf Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
Ef einhverjar spurningar eru má senda póst á lla@mak.is
Skólastjóri Leiklistarskólans er Jenný Lára Arnórsdóttir.
Mögulegt er að hópum verð ifjölgað eða þeir sameinaðir eftir fjölda umsókna.
Lágmarks fjölda skráninga þarf til að hópur hefjist.
FORNÁM – einbeiting og opnun
Fyrir börn fædd 2015-2016
Kennsla miðar að því að kynna nemendum fyrir grunnatriðum leiklistar sem eru einbeiting, rýmisvitund, ímynduraflið, sköpun, samvinna og sjálfið. Kennsla fer fram í formi leikja og æfinga. Í lok haustannar verður opinn tími þar sem foreldrum gefst tækifæri á að kynna sér vinnu nemendanna. Í lok vorannar verður foreldrum boðið að sjá stutt verk sem nemendur hafa unnið að í kennslurými. Nánari upplýsingar um námið má finna í Kennsluskrá hér til hliðar.
Fornám hópur A – mánudagar kl. 15:00-16:00
Fornám hópur B – þriðjudagar kl. 15:00-16:00
Kennari verður Kolbrún Lilja Guðnadóttir – kolbrunlilja@gmail.com
Skólagjöld: 49.000 kr. fyrir önnina
Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu.
Boðið er upp á 10% systkinaáfslátt í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
GRUNNDEILD – Grunnur að líkama og rödd
Fyrir börn fædd 2013-2014
Kennsla miðar að því að kynna nemendum fyrir mikilvægi raddar og líkama í leikhúsvinnu og grunnatriðum í beytingu þeirra þátta. Þar að auki verður áfram unnið með einbeitingu, rýmisvitund, ímynduraflið, samvinnu og sjálfið. Kennsla fer fram í formi leikja, æfinga og samtals. Í lok haustannar verður opinn tími þar sem foreldrum gefst tækifæri á að kynna sér vinnu nemendanna. Í lok vorannar verður foreldrum boðið að sjá verk sem nemendur hafa unnið að í kennslurými. Nánari upplýsingar um námið má finna í Kennsluskrá hér til hliðar.
Grunndeild hópur A – miðvikudagar kl. 15:00-16:00
Grunndeild hópur B – fimmtudaga kl. 15:00-16:00
Kennari verður Margrét Sverrisdóttir - margretsverris@gmail.com
Skólagjöld: 55.000 kr. fyrir önnina
Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu.
Boðið er upp á 10% systkinaáfslátt í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
MIÐDEILD – Líkaminn og röddin í frásagnarforminu
Fyrir börn fædd 2011-2012
Kennsla miðar að því að auka þekkingu nemenda á líkama og röddinni, samvinnu, auk þess sem byrjað verður að skoða og læra um frásagnarform leikhússins (grunnþætti leikverks – upphaf-miðja-endir, framvinda, innihald, persónur). Kennsla fer fram í formi leikja, æfinga, verkefna og samtals. Í lok haustannar verður opinn tími þar sem foreldrum gefst tækifæri á að sjá vinnu nemenda. Í lok vorannar verður sýning á sviði með lágmarks umgjörð. Nánari upplýsingar um námið má finna í Kennsluskrá hér til hliðar.
Miðdeild hópur A – mánudagar kl. 16:30-18:00
Miðdeild hópur B – þriðjudagar kl. 16:30-18:00
Miðdeild hópur C – fimmtudagar kl. 16:30-18:00
Kennari verður Kolbrún Lilja Guðnadóttir – kolbrunlilja@gmail.com
Skólagjöld: 63.000 kr. fyrir önnina
Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu.
Boðið er upp á 10% systkinaáfslátt í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
UNGLINGADEILD – Grunntækni leiklistar og notkun hennar í persónusköpun og frásögn.
Fyrir unglinga fædda 2008-2010
Einföld heimavinna verður sett fyrir til að brúa bilið á milli tíma. Það á ekki einungis við um handritsvinnu heldur einnig efni tengt tímanum sem þau voru í síðast.
Kennsla miðar að því að þjálfa nemendur í persónusköpun, frásagnarformum, að nota líkama og rödd, að þjálfa gagnrýna hugsun, sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu. Kennsla fer fram í formi leikja, æfinga, verkefna og samtals. Í lok haustannar verður opinn tími þar sem foreldrum gefst tækifæri á að sjá vinnu nemendanna. Í lok vorannar verður sýning á sviði með búningum og leikmunum, ljósum og hljóðmynd. Nánari upplýsingar um námið má finna í Kennsluskrá hér til hliðar.
Unglingadeild hópur A – miðvikudagar kl. 16:30-18:30
Unglingadeild hópur B – föstudagar kl. 15:00-17:00
Kennari verður Jenný Lára Arnórsdóttir – jennylara@mak.is
Skólagjöld: 69.000 kr. fyrir önnina
Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu.
Boðið er upp á 10% systkinaáfslátt í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.