Fara í efni

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka frá 2. og upp í 10. bekk grunnskóla velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla.  Í skólanum læra börnin öll helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki, aga og tækni, allt með leikgleðina í fyrirrúmi. 

Kennsla Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á vorönn 2021 hefst 18. janúar og lýkur í lok apríl og fer fram í Deiglunni í Listagilinu, beint á móti Listasafninu. Athugið að hvorki verður kennt í vetrarfrísvikunni 15. - 19. febrúar né í dymbilvikunni 29. mars-2. apríl.

Í vetur verða fjögur stig við skólann; fyrsta-, annað-, þriðja- og fjórða stig. Frekari upplýsingar um stigin, tímasetningar og mikilvægar dagsetningar má finna hér að neðan.

1. stig - 2.-3. bekkur

Í gegnum leiki og æfingar rækta nemendur sköpunargáfuna sína og eflast í samvinnu með leikgleði að leiðarljósi.

1A - Mánudaga kl. 15:00 - 16:00
1B - Þriðjudaga kl. 15:00 - 16:00

Námskeiðið er 12 klukkustundir auk sýningar í lok apríl.

Kennari er María Pálsdóttir 

maria@mak.is
s: 863-6428

Verð: 35.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

2. stig - 4.-5. bekkur

Í gegnum leiki, æfingar og spuna vinnum við með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Við leiðbeinum nemendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggjum þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomu. Nemendur vinna lítið leikrit upp úr íslensku þjóðsögunum.

2A - mánudaga kl. 16:15 - 17:30
2B - þriðjudaga kl. 16:15 - 17:30

Námskeiðið er 15 klukkustundir auk sýningar í lok apríl.

Kennari er Hera Jónsdóttir
netfang heraj94@gmail.com
sími 616 6186

Verð: 40.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

3. stig - 6.-7. bekkur

Í gegnum leiki, æfingar og spuna vinnum við með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Við leiðbeinum nemendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggjum þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomu. Á þessu stigi tökum við vinnum við með söngnúmer.

3A - mánudaga 17:45 - 19:15 
3B - þriðjudaga 17:45 - 19:15 
3C -miðvikudag 15:15-16:45

Námskeiðið er alls 18 stundir auk sýningar í lok apríl.

Kennari er Sesselía Ólafsdóttir
sesselia@mak.is
sími 849 4601

Verð: 45.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

4. stig - 8.-10. bekkur

Á þessu stigi setja nemendur upp leikrit eftir íslenskt leikskáld í samstarfi við Þjóðleiksverkefnið og huga sjálf að allri umgjörð s.s. leikmynd, búningum, förðun og lýsingu.

4A - miðvikudaga kl. 16:45-18:45
4B - fimmtudaga kl. 16:15 - 18:15

Námskeiðið er alls 24 stundir auk sýningar í lok apríl.

Kennari er Pétur Guðjónsson
netfang draumaleikhusid@draumaleikhusid.is
sími 691 1219

Verð: 50.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

Frábær skóli fyrir leikara framtíðarinnar!

Skólastjóri Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar er María Pálsdóttir 
Allar nánari upplýsingar um Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar má nálgast með því að senda fyrirspurnir á netfang skólans, lla@mak.is.