Fara í efni

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar

SKRÁNING

 

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar fer fram með breyttu sniði í vetur og býður upp á markvissara nám í leiklist fyrir börn í 2.-10. bekk grunnskólanna.

Markmið skólans er að þjálfa nemendur í grunnatriðum leiklistar auk þess að þau kynnist sjálfum sér betur, mannlegu eðli og samfélaginu. Þar að auki læra þau aga, umburðarlyndi og tillitssemi í gegnum hópavinnu sem snýr að sameiginlegu markmiði þátttakenda. Þá verður unnið að því að bæta sjálfsöryggi þeirra og finna styrkleika hvers nemanda.

Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Sköpun – Samvinna.

Í ár verða fjórar deildir við skólann – Fornám, Grunndeild, Miðdeild og Unglingadeild. Frekari upplýsingar um deildirnar og áherslur þeirra má finna hér fyrir neðan auk mikilvægra dagsetninga.

Skólaárið skiptist í tvær 12 vikna annir, haustönn og vorönn. Á fyrri önn er lögð áhersla á að styrkja undirstöður í leiklist hjá nemendum og seinni önn fer í að æfa fyrir lokadag eða lokasýningu deildarinnar.

Vorönn 2023 hefst 23. janúar og lýkur 6. maí.

Kennsla fer fram í Undirheimum í Hofi sem er til vinstri í kjallara hússins.

Ef einhverjar spurningar eru má senda póst á lla@mak.is

Skólastjóri Leiklistarskólans er Jenný Lára Arnórsdóttir.

 

SKRÁNING FER FRAM Á SPORTABLER.

UNGLINGADEILD A

Fyrir unglinga fædd 2007-2009.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að nýta það sem þau hafa lært á haustönn en þá setja nemendur í Ungingadeild upp hálftíma langa sýningu. Á önninni verður áhersla á að fylgja ferli hefðbundinna leikæfinga auk þess sem rýnt verður í verkið og fræðast þá nemendur um uppbyggingu á sögum, greiningu leikverka og persóna, samfélagsrýni og fleira.

Í vor mun Unglingadeild A setja upp verkið Hamletta sem unnið er upp úr Shakespeare-verki, með kómísku tvisti. Þau hafa nú þegar hafið undirbúning að verkinu og hefjast æfingar í fyrsta tíma eftir áramótin. Í lok vorannar verður sýning á sviði með búningum og leikmunum, ljósum og hljóðmynd. Sýningarnar verða í Samkomuhúsinu helgina 5.-6. maí.

Unglingadeild hópur A er í tímum á miðvikudögum kl. 16:30-18:30

Kennari verður Jenný Lára Arnórsdóttir – jennylara@mak.is

Skólagjöld: 69.000 kr

Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu og einnig er hægt að skipta greiðslum í þrennt.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir seinna systkini sem skráð er í nám í Leiklistarskólanum.

 

UNGLINGADEILD B

Fyrir unglinga fædd 2007-2009.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að nýta það sem þau hafa lært á haustönn en þá setja nemendur í Ungingadeild upp hálftíma langa sýningu. Á önninni verður áhersla á að fylgja ferli hefðbundinna leikæfinga auk þess sem rýnt verður í verkið og fræðast þá nemendur um uppbyggingu á sögum, greiningu leikverka og persóna, samfélagsrýni og fleira.

Í vor mun Unglingadeild B setja upp verkið Róbert og Júlíana sem unnið er upp úr Shakespeare-verki, með nútíma-tvisti. Þau hafa nú þegar hafið undirbúning að verkinu og hefjast æfingar í fyrsta tíma eftir áramótin. Í lok vorannar verður sýning á sviði með búningum og leikmunum, ljósum og hljóðmynd. Sýningarnar verða í Samkomuhúsinu helgina 5.-6. maí.

Unglingadeild hópur B er í tímum á föstudögum kl. 15:00-17:00

Kennari verður Jenný Lára Arnórsdóttir – jennylara@mak.is

Skólagjöld: 69.000 kr

Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu og einnig er hægt að skipta greiðslum í þrennt.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir seinna systkini sem skráð er í nám í Leiklistarskólanum.

 

MIÐDEILD A

Fyrir börn fædd 2010-2011.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að nýta það sem þau hafa lært á haustönn en þá setja nemendur í Miðdeild upp korters langa sýningu. Á önninni verður áhersla á að skoða og læra um frásagnarform leikhússins, innihald verka, framvindu og að vinna heildsteyptar persónur út frá líkama og rödd.

 

Miðdeild mun vinna samsköpunarsýningu til að sýna í lok annar, en þá vinnur hópurinn með ákveðið þema og eru senur unnar út frá spuna og öðrum verkfærum leiklistarinnar. Þau hafa nú þegar hafið undirbúning að verkinu og hefjast æfingar í fyrsta tíma eftir áramótin. Í lok vorannar verður sýning á sviði með lágmarksumgjörð. Sýningarnar verða í Samkomuhúsinu helgina 5.-6. maí.

Miðdeild hópur A er í tímum á mánudögum kl. 16:30-18:00

Kennari verður Kolbrún Lilja Guðnadóttir – kolbrunlilja@gmail.com

Skólagjöld: 63.000 kr

Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu og einnig er hægt að skipta greiðslum í þrennt.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir seinna systkini sem skráð er í nám í Leiklistarskólanum.

 

MIÐDEILD B

Fyrir börn fædd 2010-2011.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að nýta það sem þau hafa lært á haustönn en þá setja nemendur í Miðdeild upp korters langa sýningu. Á önninni verður áhersla á að skoða og læra um frásagnarform leikhússins, innihald verka, framvindu og að vinna heildsteyptar persónur út frá líkama og rödd.

Miðdeild mun vinna samsköpunarsýningu til að sýna í lok annar, en þá vinnur hópurinn með ákveðið þema og eru senur unnar út frá spuna og öðrum verkfærum leiklistarinnar. Þau hafa nú þegar hafið undirbúning að verkinu og hefjast æfingar í fyrsta tíma eftir áramótin. Í lok vorannar verður sýning á sviði með lágmarksumgjörð. Sýningarnar verða í Samkomuhúsinu helgina 5.-6. maí.

Miðdeild hópur B er í tímum á þriðjudögum kl. 16:30-18:00

Kennari verður Kolbrún Lilja Guðnadóttir – kolbrunlilja@gmail.com

Skólagjöld: 63.000 kr

Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu og einnig er hægt að skipta greiðslum í þrennt.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir seinna systkini sem skráð er í nám í Leiklistarskólanum.

GRUNNDEILD A

Fyrir börn fædd 2012-2013.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að nýta það sem þau hafa lært á haustönn en þá setja nemendur í Grunndeild upp atriði út barnaverkunum góðkunnu Emil í Kattholti, Ronja ræningjadóttir, Lína langsokkur, Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubærinn og Benendikt búálfur. Unnið verður með röddina og textameðferð, líkamsbeitingu, einbeitingu, rýmisvitund og ímynduraflið.. Þau hafa nú þegar hafið undirbúning að atriðunum og hefjast æfingar í fyrsta tíma eftir áramótin. Í lok vorannar verður sýning í kennslurými með búningum, leikmunum og tónlist. Sýningarnar fara fram í lokatíma samkvæmt stundaskrá.

Grunndeild hópur A er í tímum á miðvikudögum kl. 15:00-16:00

Kennari verður Jenný Lára Arnórsdóttir - jennylara@mak.is

Skólagjöld: 55.000 kr

Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu og einnig er hægt að skipta greiðslum í þrennt.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir seinna systkini sem skráð er í nám í Leiklistarskólanum.

GRUNNDEILD B

Fyrir börn fædd 2012-2013.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að nýta það sem þau hafa lært á haustönn en þá setja nemendur í Grunndeild upp atriði út barnaverkunum góðkunnu Emil í Kattholti, Ronja ræningjadóttir, Lína langsokkur, Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubærinn og Benendikt búálfur. Unnið verður með röddina og textameðferð, líkamsbeitingu, einbeitingu, rýmisvitund og ímynduraflið.. Þau hafa nú þegar hafið undirbúning að atriðunum og hefjast æfingar í fyrsta tíma eftir áramótin. Í lok vorannar verður sýning í kennslurými með búningum, leikmunum og tónlist. Sýningarnar fara fram í lokatíma samkvæmt stundaskrá.

Grunndeild hópur B er í tímum á fimmtudögum kl. 15:00-16:00

Kennari verður Björgvin Franz Gíslason 

 

Skólagjöld: 55.000 kr

Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu og einnig er hægt að skipta greiðslum í þrennt.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir seinna systkini sem skráð er í nám í Leiklistarskólanum.

GRUNNDEILD C

Fyrir börn fædd 2012-2013.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að nýta það sem þau hafa lært á haustönn en þá setja nemendur í Grunndeild upp atriði út barnaverkunum góðkunnu Emil í Kattholti, Ronja ræningjadóttir, Lína langsokkur, Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubærinn og Benendikt búálfur. Unnið verður með röddina og textameðferð, líkamsbeitingu, einbeitingu, rýmisvitund og ímynduraflið.. Þau hafa nú þegar hafið undirbúning að atriðunum og hefjast æfingar í fyrsta tíma eftir áramótin. Í lok vorannar verður sýning í kennslurými með búningum, leikmunum og tónlist. Sýningarnar fara fram í lokatíma samkvæmt stundaskrá.

Grunndeild hópur C er í tímum á fimmtudögum kl. 16:15-17:15

Kennari verður Björgvin Franz Gíslason

Skólagjöld: 55.000 kr

Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu og einnig er hægt að skipta greiðslum í þrennt.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir seinna systkini sem skráð er í nám í Leiklistarskólanum.

FORNÁM A

Fyrir börn fædd 2014-2015.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að nýta það sem þau hafa lært á haustönn en þá setja nemendur í Fornámi upp lítið atriði sem verður unnið út frá lagi sem þau sjálf hafa valið. Unnið verður með leikgleði, rýmisvitund á sviði, einbeitingu, samvinnu og ímyndunaraflið. Þá verður haldið áfram að nýta leiki og minni verkefni í að kenna þessa þætti leiklistarinnar. Í lok vorannar verður sýning í kennslurými með búningum og tónlist. Sýningarnar fara fram í lokatíma samkvæmt stundaskrá.

Fornám hópur A er í tímum á mánudögum kl. 15:00-16:00

Kennari verður Kolbrún Lilja Guðnadóttir – kolbrunlilja@gmail.com

Skólagjöld: 49.000 kr

Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu og einnig er hægt að skipta greiðslum í þrennt.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir seinna systkini sem skráð er í nám í Leiklistarskólanum.

 

FORNÁM B

Fyrir börn fædd 2014-2015.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að nýta það sem þau hafa lært á haustönn en þá setja nemendur í Fornámi upp lítið atriði sem verður unnið út frá lagi sem þau sjálf hafa valið. Unnið verður með leikgleði, rýmisvitund á sviði, einbeitingu, samvinnu og ímyndunaraflið. Þá verður haldið áfram að nýta leiki og minni verkefni í að kenna þessa þætti leiklistarinnar. Í lok vorannar verður sýning í kennslurými með búningum og tónlist. Sýningarnar fara fram í lokatíma samkvæmt stundaskrá.

Fornám hópur B er í tímum á þriðjudögum kl. 15:00-16:00

Kennari verður Kolbrún Lilja Guðnadóttir – kolbrunlilja@gmail.com

Skólagjöld: 49.000 kr

Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu og einnig er hægt að skipta greiðslum í þrennt.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir seinna systkini sem skráð er í nám í Leiklistarskólanum.