Fara í efni

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla fyrir börn og unglinga í 2.-10. bekk grunnskóla. Í skólanum læra börnin öll helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki, aga og tækni, allt með gleðina í fyrirrúmi. Í vetur verða hóparnir ekki stærri en 8-10 börn til að mæta þörfum nemenda betur. 

Kennsla Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á vorönn 2020 fer fram í Ungmennahúsinu á 4. hæð Rósenborgar, nema annað sé tekið fram hér að neðan.

Í vetur verða fjögur stig við skólann; fyrsta-, annað-, þriðja- og fjórða stig. Frekari upplýsingar um stigin, tímasetningar og mikilvægar dagsetningar má finna hér að neðan.

1. stig - 2.-3. bekkur

Unnið verður með texta sem nýtist til að vinna með rýmisvitund á sviði og raddbeitingu.

1A - Þriðjudaga kl. 15:00 - 16:00
1B - Mánudaga kl. 15:00 - 16:00

Námskeiðið er alls 14 stundir auk lokasýningar.

Kennari er Jenný Lára Arnórsdóttir.
jennylara@mak.is
s: 847 6921 

Mikilvægar dagsetningar

Miðannarfrí vikuna 24. febrúar - 1. mars 2020

Páskafrí vikuna 6.-12. apríl. Athugið að kennt verður 13. apríl sem er annar í páskum.

Kennsla fer fram í Samkomuhúsinu 20.-24. apríl. Tímasetningar kennslu eru samkvæmt stundaskrá þessa daga.

Kennsla fer fram í Samkomuhúsinu 27.-30. apríl. Tímasetningar kennslu eru samkvæmt stundaskrá þessa daga.

Tvær aukaæfingar verða fyrir hvern hóp síðustu tvær vikurnar fyrir lokasýningu. Sunnudaginn 19. apríl og laugardaginn 2. maí. Kennt verður í Samkomuhúsinu. Nákvæmar tímasetningar koma síðar.

Lokasýningar nemenda fara fram í Samkomuhúsinu sunnudaginn 3. maí. Nánari tímasetningar kennslu og sýninga verða auglýstar þegar nær dregur.

-------

Námskeiðið mun miða að því að auka rýmisvitund á sviði ásamt því að finna hver fókuspunkturinn er hverju sinni.

Kennslutæki: Leikir sem nýtast í að vera meðvituð um staðsetningu sína á sviði og hver fókuspunkturinn er. Styrkurinn fundinn í því að vinna saman í hóp og styðja við hvert annað.

Lokasýning í Samkomuhúsinu fyrir foreldra með lýsingu, búningum og leikmunum. Props notað til að hjálpa til við rýmisvitund og fókus.

Markmið: Að hafa gaman og læra hvernig leikur á sviði er öðruvísi en leikur í herbergi.

Verð: 35.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

2. stig - 4.-5. bekkur

Unnið verður með klassísk ævintýri og persónusköpun.

2A - mánudaga kl. 16:15 - 17:30
2B - þriðjudaga kl. 16:15 - 17:30

Námskeiðið er alls 17,5 klukkustundir auk lokasýningar í Samkomuhúsinu.

Kennari er Jenný Lára Arnórsdóttir
jennylara@mak.is
s: 847 6921 

MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR

Miðannarfrí vikuna 24. febrúar - 1. mars 2020

Páskafrí vikuna 6.-12. apríl. Athugið að kennt verður 13. apríl sem er annar í páskum.

Kennsla fer fram í Samkomuhúsinu 20.-24. apríl. Tímasetningar kennslu eru samkvæmt stundaskrá þessa daga.

Kennsla fer fram í Samkomuhúsinu 27.-30. apríl. Tímasetningar kennslu eru samkvæmt stundaskrá þessa daga.

Tvær aukaæfingar verða fyrir hvern hóp síðustu tvær vikurnar fyrir lokasýningu. Sunnudaginn 19. apríl og laugardaginn 2. maí. Kennt verður í Samkomuhúsinu. Nákvæmar tímasetningar koma síðar.

Lokasýningar nemenda fara fram í Samkomuhúsinu sunnudaginn 3. maí. Nánari tímasetningar kennslu og sýninga verða auglýstar þegar nær dregur.

------

Námskeiðið mun miða að því að virkja leikgleðina og ímyndunaraflið og öðlast færni í líkamsbeitingu á sviði.

Kennslutæki: Fýsík, leikir sem nýtast í sviðsetningu, meðvitund um líkamann og virkja ímyndunaraflið. Notast við líkamann til að skapa persónur.

Æfð verða stutt verk gerð eftir klassískum ævintýrum. Einbeitt sér að því að skilja líkamann í samhengi við sviðið og þá sem eru á sviðinu.

Markmið: Að hafa gaman og skilja staðsetningu og líkamsbeitingu á sviði.

Verð: 40.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

3. stig - 6.-7. bekkur

Unnið verður með stórt söngleikjanúmer til að læra á röddina og framburð texta.

3A - mánudaga 17:45 - 19:15 
3B - þriðjudaga 17:45 - 19:15 
3C - fimmtudaga 17:45 - 19:15

Námskeiðið er alls 21 stundir auk lokasýningar í Samkomuhúsinu.

Kennari er Sesselía Ólafsdóttir
sesselia@mak.is
s: 849 4601 

MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR

Miðannarfrí vikuna 24. febrúar - 1. mars 2020

Páskafrí vikuna 6.-12. apríl. Athugið að kennt verður 13. apríl sem er annar í páskum.

Kennsla fer fram í Samkomuhúsinu 20.-24. apríl. Tímasetningar kennslu eru samkvæmt stundaskrá þessa daga.

Kennsla fer fram í Samkomuhúsinu 27.-30. apríl. Tímasetningar kennslu eru samkvæmt stundaskrá þessa daga.

Tvær aukaæfingar verða fyrir hvern hóp síðustu tvær vikurnar fyrir lokasýningu. Föstudaginn 1. maí og laugardaginn 2. maí. Kennt verður í Samkomuhúsinu. Nákvæmar tímasetningar koma síðar.

Lokasýningar nemenda fara fram í Samkomuhúsinu sunnudaginn 3. maí. Nánari tímasetningar kennslu og sýninga verða auglýstar þegar nær dregur.

------

Námskeiðið mun miða að því að virkja leikgleðina og ímyndunarafliði og tileinka sér raddbeitingu og textameðferð á sviði. Unnið verður með söngleiki.

Kennslutæki: Leikir með áherslu á raddbeitingu og framsögn, gera æfingar til að styrkja röddina, meðvitund um hana og líkamann og virkja ímyndunaraflið.

Æfðar verða senur úr söngleik. Nemendur læra hvernig best er að læra texta utan að út frá styrkleikum og veikleikum hvers og eins. Aðaláherslan er á að nota röddina til að teikna upp persónu og að tala skýrt og greinilega. Komið verður inn á undirstöðurnar í hlutverki líkamans í persónusköpun og á sviði.

Markmið: Að hafa gaman, vera skiljanleg og láta rödd berast fram í sal.

Verð: 45.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

4. stig - 8.-10. bekkur

Unnið verður með stutt leikverk sem höfðar til unglinga. Verður sett upp sem fullbúið leikverk.

4A - miðvikudaga kl. 16:15 - 18:15
4B - föstudaga kl. 16:00 - 18:00

Námskeiðið er alls 28 stundir auk lokasýningar í Samkomuhúsinu.

Kennari er Vala Fannell
vala@mak.is
s: 847 6925 

MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR

Miðannarfrí vikuna 24. febrúar - 1. mars 2020

Páskafrí vikuna 6.-12. apríl.

Kennsla fer fram í Samkomuhúsinu 13.-17. apríl. Tímasetningar kennslu eru samkvæmt stundaskrá þessa daga.

Kennsla fer fram í Samkomuhúsinu 20.-24. apríl. Tímasetningar kennslu eru samkvæmt stundaskrá þessa daga.

Tvær aukaæfingar verða fyrir hvern hóp síðustu tvær vikurnar fyrir lokasýningu. Sunnudaginn 19. apríl og sunnudaginn 26.apríl. Kennt verður í Samkomuhúsinu. Nákvæmar tímasetningar koma síðar.

Lokasýningar nemenda fara fram í Samkomuhúsinu sunnudaginn 26. apríl. Nánari tímasetningar kennslu og sýninga verða auglýstar þegar nær dregur.

-----

Námskeiðið mun miða að því að virkja leikgleðina og ímyndunaraflið og að skapa heilsteyptar og trúverðugar persónur.

Kennslutæki: Handritið, fara yfir senur og skoða hvar og hvernig þankagangur persónanna breytist og afhverju. Skoða hvaðan persónan er að koma og hvert hún er að fara. Leikir sem auka skilning á status (innir og ytri), tempó (innir og ytri), ákvarðanatökum og þess háttar.

Sýningin er í lengri kantinum. Unnið með verk sem tengist þeirra hugarheimi og tilveru. Persónusköpun fælist í því að vinna að því að búa til trúverðugar persónur í trúverðugum aðstæðum. Skoða ferðalag persónunnar í gegnum verkið, sem og í hverri senu og hvernig það getur hjálpað til að skilja persónuna betur.

Markmið: Að hafa gaman, skilja hvernig handritið hjálpar okkur við að skilja persónurnar og hvað þær hugsa og þar með hvað þær vilja, geta mótað heilsteyptari og trúverðugari persónur.

Verð: 50.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

Vorönn 2020 hefst 20. janúar og er önnin 12 vikur.

Kennarar skólans í vetur eru Jenný Lára Arnórsdóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Vala Fannell. Þær hafa allar háskólamenntun í leiklist og reynslu af kennslu.

Frábær skóli fyrir leikara framtíðarinnar!

Athugið að tímasetningar fyrir hópana hafa breyst enda erum við alltaf að vinna í því að bæta okkur og koma til móts við börnin, foreldrana og kennarana.
Einnig getur hópum fækkað eða fjölgað eftir aðsókn í skólann.

Skólastjóri Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar er Jenný Lára Arnórsdóttir
Allar nánari upplýsingar um Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar má nálgast með því að senda fyrirspurnir á netfang skólans, lla@mak.is.