Fara í efni

Kósý og hátíðlegir jólatónleikar í Hofi

Föstudagskvöldið 2. desember mun söngkonan Jónína Björt Gunnarsdóttir halda sína fyrstu jólatónleika, Jólaljós og lopasokkar, í Hofi ásamt glæsilegum hópi listafólks. Um kósý og hátíðlega jólatónleika með öllum okkar uppáhalds jólalögum í bland við minna þekkt jólalög er að ræða.

Þau sem koma fram ásamt Jónínu eru Vilhjálmur B. Bragason sem verður kynnir, söngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason, Sönghópurinn Rok og dansararnir Anita Rós Þorsteinsdóttir og Kata Vignisdóttir. Hljómsveitina skipa Daníel Þorsteinsson sem spilar á píanó, Stefán Gunnarsson á bassa, Valgarður Óli Ómarsson, Daníel Andri Eggertsson á gítar og Valmar Valjaots á fiðlu.

Miðasala er í fullum gangi á mak.is.

Til baka