Fara í efni

Jólaleg jólahelgi framundan

Það komast allir í ekta jólaskap á jólasöngverkinu Ævintýri á aðventunni sem sýnt er í Samkomuhúsinu…
Það komast allir í ekta jólaskap á jólasöngverkinu Ævintýri á aðventunni sem sýnt er í Samkomuhúsinu um helgina.

Það er risa jólahelgi framundan í Hofi og Samkomuhúsinu! 

Á morgun, föstudaginn 8. desember, eru fyrstu tónleikar  Friðriks Ómars af sex tónleikum sem hann mun halda í Hofi um helgina. „Tónleikarnir í ár eru lokatónleikar Heima um jólin. Ég ætla því að kveðja þetta dásamlega verkefni með látum. Allt hefur sinn tíma. Ég vil þakka öllum gestum okkar fyrir dásamlega samveru á aðventu liðinna ára með von um að við sjáumst í jólaskapi í desember í Hofi!,“ segir Friðrik Ómar. Á laugardaginn eru þrennir tónleikar og á sunnudaginn þeir allra síðustu en ljóst er að það munu margir sakna þessa viðburðar sem hefur verið stór partur af aðventunni hjá svo mörgum.

Jólin eru svo sannarlega að koma því í Samkomuhúsinu um helgina fer fram gleðilega söngverkið Ævintýri á aðventunni. Verkið er úr smiðju sviðslistahópsins Hnoðra í norðri sem sniðinn er að börnum á 5-10 ára aldri, en ætti að koma öllum aldurshópum í jólaskap. Ef þú vilt komast í ævintýralega gott jólaskap þá skaltu kaupa miða á þetta dásamlega verk! 

Að venju er líka mikið um að vera hjá Tónlistarskólanum á Akureyri í desember þar sem nemendur og kennarar fagna frábærri önn með skemmtilegum tónleikum. Öll velkomin!

Til baka