Fara í efni

Hetfield píanó og afmælistónleikarnir Við eigum samleið

Það verður líf og fjör í Hofi um helgina þegar tveir afar ólíkir viðburðir fara fram. 

Á föstudagskvöldinu verða tónleikarnir gímaldin flytur Hetfield píanó proekt í Svarta kassanum kl. 20. gímaldin er pródúsent og fjölhljóðfæraleikari sem hefur komið fram og gefið út tónlist um árabil, bæði einn sem gímaldin og líka með ýmsum hljómsveitum, og dúettum. Pálmi Sigurhjartarson mun sjá um undirleik á píanó á tónleikunum. Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar. Miðasala er í fullum gangi en einnig er hægt að kaupa miða í miðasölu Hofs áður en tónleikarnir hefjast. 

Á laugardagskvöldinu er komið að afmælistónleikunum Við eigum samleið þegar þau Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen mæta í Hamraborg. Á dagskránni eru meðal annars lögin Dagný, Heyr mína bæn, Barn, Ég er komin heim, Lítill fugl, Þín innsta þrá og fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu. Örfá sæti eru laus í miðasölu

Skoðaðu fjölbreytt dagskrár-ár Menningarfélags Akureyrar hér.

Til baka