Fara í efni

Forsölutilboð á Litla skrímslið og stóra skrímslið gildir til 15. október

Verkið um Litla skrímslið og stóra skrímslið er byggt á vinsælum bókum Áslaugar Jónsdóttur en þær ha…
Verkið um Litla skrímslið og stóra skrímslið er byggt á vinsælum bókum Áslaugar Jónsdóttur en þær hafa slegið í gegn hjá börnum frá fyrstu útgáfu árið 2004 og verið þýddar á ótal tungumál.

Leikritið Litla skrímslið og stóra skrímslið er komið í sölu á mak.is. Forsölutilboð gildir til 15. október á mak.is. 

Leikritið Litla skrímslið og stóra skrímslið er falleg og einlæg saga um vináttu og samskipti. Verkið er sérstaklega ætlað yngri börnum þó fullyrða megi að öll fjölskyldan muni hafa gaman að uppátækjum og hjartnæmu sambandi skrímslanna. Eins og mannfólkið eru skrímslin ólík sem stundum getur verið erfitt en smám saman læra þau að sjá kosti hvors annars og styrkja þannig vináttu sína.

Verkið um Litla skrímslið og stóra skrímslið er byggt á vinsælum bókum Áslaugar Jónsdóttur en þær hafa slegið í gegn hjá börnum frá fyrstu útgáfu árið 2004 og verið þýddar á ótal tungumál.

Þetta er í annað sinn sem leikritið um Litla skrímslið og stóra skrímslið er sýnt í atvinnuleikhúsi en verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2011 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar við frábærar undirtektir.

 

Höfundur Áslaug Jónsdóttir
Leikstjóri Jenný Lára Arnórsdóttir
Leikmynd og búningar Björg Marta Gunnarsdóttir
Leikarar Margrét Sverrisdóttir og Arnþór Þórsteinsson
Sýningastjórar Þórunn Geirsdóttir og Unnur Anna Árnadóttir

Til baka