Fara í efni

Hvernig á að skrifa geggjaðar sögur

Rithöfundurinn Gunnar Helgason verður með ritlistarsmiðju fyrir krakka í Nausti í Hofi miðvikudaginn 18. maí klukkan 18. Þar ætlar Gunnar að fara yfir aðal atriðin í því hvernig á að skrifa geggjaðar sögur og segja frá leyndarmálum sínum og hjálpa krökkunum að búa til sín eigin meistaraverk.

Gunni segir meðal annars frá því hvernig hann byggir sínar sögur upp með hjálp frá Aristótelesi, Disney og Pixar. Svo munu krakkarnir skrifa sína eigin söguþræði með hjálp frá hans. Gunni fer svo yfir söguþræðina og gefur krökkunum punkta um hvað má betur fara.

Ritlistarsmiðjan er fyrir alla krakka á aldrinum 10-16 ára.

Skráning fer fram á hér!

Smiðjan tekur eina klukkustund. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Til baka