Fara í efni

Skráning hafin í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar

Skráning er hafin í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar! Skólinn býður alla krakka frá 2. bekk og upp í 10. bekk grunnskóla velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla. Nýr skólastjóri LLA er María Pálsdóttir, leikkona:

„Ég er spennt að hitta nemendur og hefja önnina. Það verður svo gaman hjá okkur í vetur! Markmið skólans er að láta alla nemendur blómstra á sviðinu og leiðin að því er að nota allar töfraaðferðir leiklistarinnar og leikhússins,“ segir María.

Haustönnin hefst 7. september og fer skráning fram hér á Nóra-kerfinu. 

Nánari upplýsingar hérna.

 

 

Til baka