Fara í efni

Dark Side of the Moon 50 ára - Tónleikar í Hofi

Verkið verður flutt í heild sinni í tilefni þess að 50 ár eru síðan platan kom út.
Verkið verður flutt í heild sinni í tilefni þess að 50 ár eru síðan platan kom út.

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Dark Side of the Moon með hljómsveitinni Pink Floyd kom út mun verkið verða flutt í heild sinni í Hamraborg Hofi, ásamt öðrum perlum Pink Floyd.

Dark Side of the Moon er ein mest selda plata heims og hefur selst í yfir 50 milljónum eintaka. Hún hefur verið meðal annars meira en 1500 vikur á Billboard topp 200 listanum.

Á meðal flytjenda eru Matthías Matthíasson, Magni Ásgeirsson, Einar Þór Jóhannsson, Ólafur Hólm, Ingimundur Óskarsson, Alma Rut, Erna Hrönn og Íris Hólm. 

Miðasala á mak.is 

Til baka