Fara í efni

Chicago, Footloose og listsjóðurinn VERÐANDI

Söngleikir eiga sviðið um helgina! Í Samkomuhúsinu sýnir Leikfélag Akureyrar söngleikinn  Chicago fyrir fullu húsi alla helgina. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hringja í miðasöluna í síma 450-1000. Chicago hefur rækilega slegið í gegn en þar sem sýningum lýkur í apríl er mælt með því að öll þau sem fengu gjafabréf á söngleikinn í jólagjöf tryggi sér sinn miða áður en það verður of seint. Allra síðustu sýningarnar eru komnar í sölu!

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir söngleikinn  Footloose í Hofi á sunnudaginn, fyrst klukkan 16 og svo klukkan 20. Þetta eru ótrúlega flottir krakkar og uppsetningin eftir því og um að gera að tryggja sér miða á mak.is en þetta eru síðustu sýningarnar. 

Að lokum minnum við á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í listsjóðinn VERÐANDI sem er tilvalinn fyrir ungt listafólk og þau sem standa utan stofnana til að fá tækifæri til að halda viðburði í Menningarhúsinu Hofi. VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar. Lestu meira um listsjóðinn á mak.is 

Til baka