Fara í efni

Birkir Blær í Black Box

Norðlenski tónlistarmaðurinn Birkir Blær heldur tónleika sína í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudagskvöldið 18. júní. Á tónleikunum mun Birkir Blær syngja frumsamið efni af nýútgefinni plötu ásamt óútgefnu efni og vel völdum ábreiðum.

Birkir er vanur að koma fram einn með græjurnar sínar en í þetta sinn hefur hann með sér einvala lið hljóðfæraleikara, þar á meðal Eyþór Inga Jónsson sem spilar á píanó og Hrein Orra Óðinsson sem sér um synth, tölvuhljóð og söng.

Tónleikarnir fara fram í svarta kassanum í Hamraborg.  Miðasala er í fullum gangi á mak.is.

Tónleikarnir eru hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.

Til baka