Fara í efni

Barnamorgunn með Húlladúllunni í Hofi

Menningarfélag Akureyrar og Húlladúllan bjóða börnum á aldrinum 8-12 ára að spreyta sig á sirkuslistum. 

Barnamorguninn fer fram í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 15. mars klukkan 11.

Þemað í þetta skiptið eru leyndardómar jafnvægislistanna! Við munum að halda jafnvægi á bæði töfrafjöðrum og kínverskum snúningsdiskum og svo allskonar óhefðbundnum áhöldum. Við munum líka láta reyna á okkar eigið jafnvægi á veltibrettum. Þáttaka í smiðjunni er þáttakendum að kostnaðarlausu en athugið að það er nauðsynlegt að skrá sig til leiks.

Húlladúllan er Unnur María Máney Bergsveinsdóttir. Hún er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún hefur starfað með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus og hefur komið fram á ýmsum sirkussýningum í Frakklandi, Bretlandi og í Mexíkó. Hún elskar að kenna bæði börnum og fullorðnum allskonar skemmtilegar sirkuslistir.

Ekkert þátttökugjald en athugið að það er nauðsynlegt að skrá sig til leiks HÉRNA.

NORÐURORKA er styrktaraðili Barnamorgna Menningarfélags Akureyrar.

Til baka