Fara í efni
Dags Tími
29 .apr '18 16:00

Margrét Árnadóttir sópran og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja þýsk, íslensk og norræn ljóð sem tengjast blómum og vorinu á einhvern hátt. Blóm hafa ýmsa þýðingu í ljóðum, oftar en ekki tengjast þau ástinni og samskiptum kynjanna en einnig sorginni.  Áhugavert er að skoða hvernig einkenni blómanna eru tilefni til myndlíkinga fyrir tilfinningar og samskipti og hvernig tónskáldin gæða þessar myndlíkingar lífi.

Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhússins styrkir þessa tónleika.