Fara í efni
Dags Tími
28 .feb '18 20:00

Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir fagna vorkomunni með norrænum sönglögum. Á tónleikunum munu meðal annars hljóma lög eftir E. Grieg, J. Sibelius, Jórunni Viðar og frumflutningur laga eftir Guðmund Emilsson.


Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir lauk framhaldsprófi frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2013 þar sem hennar helstu kennarar voru Hallveig Rúnarsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Gerrit Schuil. Álfheiður hóf bakkalárnám við „Hanns Eisler“ tónlistarháskólann í Berlín vorið 2014. Hennar helstu kennarar eru Anna Korondi, Liana Vlad og Hendrik Heilmann. Meðal annarra kennara hennar við skólann eru Wolfram Rieger, Julia Varady og Peter Berne. Álfheiður hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegu Giulio-Perotti söngkeppninni og tekið þátt í meistaranámskeiðum hjá Laura Sarti, Emma Kirkby og Janet Williams. Í námi sínu við skólann hefur Álfheiður meðal annars farið með hlutverk Susönnu úr Brúkaupi Fígarós sem og sungið á tónleikum á vegum skólans sem bera titilinn „Exzellenz-Konzert“ sem er fyrir framúrskarandi nemendur en verndari tónleikanna er Daniel Barenboim.

Álfheiður hefur verið styrkþegi Deutschlandstipendium og Yehudi Menuhin „Live Music Now“ sjóðsins frá árinu 2016. Hún mun ljúka bakkalárnámi sínu í febrúar 2018 og hefja mastersnám við sama skóla í apríl 2018.

Eva Þyri Hilmarsdóttir lauk prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, Danmörku, og The Royal Academy of Music í London, enþaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpender Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika.

Eva Þyri hefur komið fram sem einleikari með hljómsveit, en auk fjölda einleikstónleika hefur hún verið virkur þátttakandi í flutningi kammer- og ljóðatónlistar og hefur þar að auki frumflutt fjölda íslenskra verka.Álfheiður Erla og Eva Þyri hafa starfað saman síðastliðin tvö ár og komið fram tvívegis á tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík á Menningarnótt við góðar undirtektir.