Fara í efni
Dags Tími
02 .jún '18 20:00

Laugardagskvöldið 2. júní kl. 20:00 í Hömrum í Hofi

Glæsilegir kveðjutónleikar Vöku þar sem flestir listamenn Vöku koma fram. Sérstakir gestir þessa kvölds er Danshópurinn Sporið ásamt harmonikuleikurum sem sýnir íslenska þjóðdansa og leiðir síðan tónleikagesti í dansinn.

 

Danshópurinn Sporið var stofnaður í Borgarfirði árið 1995 og hefur það að markmiði að kynna íslenska danshefð. Á meðal þess sem hópurinn hefur á efnisskrá sinni eru vikivakar, valsar, rælar og gagndansar.

Aðrir sem koma fram þetta kvöld eru: Matti Kallio Trio (Fi), Funi (Ís/En), Marilyn Tucker & Paul Wilson (En), Kvæðamenn (Ís), Eeva-Kaisa Kohonen (Fi),  Anna Fält (Fi), Matt Quinn (En), Reykjavík Trad Sessions (Ís), Claire White (Hj), Strilaringen (N). 

Aðgangseyrir krónur 3.000*

* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Afsláttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.

 

Aðrir viðburðir á Vöku:

Kaffitónleikar á Bláu könnunni
Námskeið í þjóðdansi og kórsöng í Hofi
Hádegishugvekjur í Hofi
Samspilsstundir á Götubarnum

Sjá dagskrá Vöku á www.vakafolk.is

 

Þjóðlistahátíðin Vaka er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra, Tónlistarsjóði, Akureyrarstofu, Norrænu menningargáttinni, Norræna húsinu, Finnska sendiráðinu, Menningarfélagi Akureyrar og Bílaleigu Akureyrar/Höldur.