Fara í efni
Dags Tími
31 .maí '18 20:00

Fimmtudagskvöldið 31. maí kl. 20:00 - Hömrum í Hofi

Á þessum tónleikum koma fram Marilyn Tucker, Paul Wilson og Matt Quinn frá Englandi; Spilmenn Ríkínís frá Íslandi og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjuni. Tónleikunum líkur á því að Marilyn og Paul kenna tónleikagestum enska dansa og stýra svo dansinum.

Marylin Tucker og Paul Wilson hafa búið og unnið saman í Devonsýslu á suðurvestur Englandi síðan á áttunda áratugnum og eru mjög reyndir tónlistarmenn sem deila ástríðu sinni á þjóðlögum.

Matt Quinn er enskur söngvari og fjölhæfur hljóðfæraleikari, sem er þekkt nafn á enskum þjóðlagavettvangi. Hann spilar á takkaharmonikur, mandólín og fiðlu.

Spilmenn Ríkínís er fjölskylduhljómsveit frá Reykjavík, stofnuð 2006 og með fjölbreytta efnisskrá. Þau eru sérfræðingar í tónlist sem finnst í gömlum íslenskum handritum og sálmabókum, sem og íslenskri þjóðlagatónlist.

Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri mun flytja rímu „Draumur kvæðamannsins um ljúfa fortíð“ eftir Þórarinn Hjartarson, formann Gefjunar og einnig rímu „Um nýja tíma“ eftir Hjálmar Freysteinsson lækni og hagyrðing á Akureyri.

Aðgangseyrir krónur 2.800*

* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Afsláttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.

 

Aðrir viðburðir á Vöku:

Kaffitónleikar á Bláu könnunni
Námskeið í þjóðdansi og kórsöng í Hofi
Hádegishugvekjur í Hofi
Samspilsstundir á Götubarnum

Sjá dagskrá Vöku á www.vakafolk.is

 

Þjóðlistahátíðin Vaka er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra, Tónlistarsjóði, Akureyrarstofu, Norrænu menningargáttinni, Norræna húsinu, Finnska sendiráðinu, Menningarfélagi Akureyrar og Bílaleigu Akureyrar/Höldur.