Fara í efni
Dags Tími
18 .jan '24 20:00

„Ég hitti þig“ er fimmta plata söngkonunnar Kristjönu Arngrímsdóttur og inniheldur lög hennar við ljóð fimm íslenskra kvenna,Höllu Eyjólfsdóttur,Jakobínu Sigurðardóttur, Lilju Sólveigar Kristjánsdóttur Elísabetu Geirmundsdóttur og Lenu Gunnlaugsdóttur auk Davíðs Stefánssonar.

Tónlistin er í senn seiðandi og suðræn,dramatísk og svolítið í ætt við fado, en engu að síður sterkt, þjóðlegt og íslenskt yfirbragð sem er helsta einkenni söngkonunnar.

Söngraddir; Systkynin úr Blood Harmony; Björk, Ösp og Örn Eldjárn.
Amelía Eldjárn Tinnudóttur.
Meðsöngvari ; Kristján E. Hjartarson.
Hljómsveit: Tómas Jónsson, Matthías Stefánsson, Jón Rafnsson, Kristofer Rodrigues Svönuson og Örn Eldjárn Kristjánsson sem er tónlistarstjóri plötunnar og útsetjari.

Spennandi tónlistarveisla á nýju og björtu ári.
Tilvalið í jólapakkann!