Fara í efni
Dags Tími
29 .okt '19 20:00

 Á næstu 100 árum mun jörðin okkar fara í gegnum breytingar sem eru stærri en tungumál okkar og myndhverfingar geta höndlað. Þessar yfirvofandi ummyndanir sprengja í raun skynjun okkar svo við heyrum bara eitthvað hvítt suð. Andri Snær Magnason ætlar að hjálpa okkur að sjá gegnum suðið og skilja stærðirnar með því að blanda saman persónulegum sögum, vísindum, minningum og hugmyndum um framtíðina. Þannig vefur hann fyrir okkur söguþráð sem er í senn ævintýralegur, alvarlegur og kannski með vonarglætu í lokin. Búðu þig undir ferðalag upp á Vatnajökul, þar sem við hittum Robert Oppenheimer, höfund kjarnorkusprengjunnar, leitum að uppruna lífsins og heyrum um frændann sem endurholdgaðist sem forsögulegur krókódíll áður en við förum á fund hjá heilögum manni sem lumar á svarinu við spurningunni um tilgang lífsins.

Gestur: Högni Egilsson

Ekki missa af einstakri sögustund um mikilvægustu mál okkar tíma. 

 Athugið að allir 25 ára og yngri fá miðann á 2900 kr. í miðasölunni í Hofi sem opin er virka daga kl. 13-18 og 2 tímum fyrir viðburði.

 

Sögustundin með Andra Snæ er 75 mín.  

 

Um tímann og vatnið með Andra Snæ er gestasýning frá Borgarleikhúsinu.