Fara í efni
VERÐANDI
Dags Tími
05 .ágú '21 20:00
Verð: 3000

Flygladúóið Sóley leikur verk frá mismunandi tímabilum tónlistarsögunnar, sem veita innsýn í hinn margbrotna tónheim tveggja flygla. Á tónleikunum verða glæný íslensk verk frumflutt sem samin eru sérstaklega fyrir dúóið. Auk þeirra munu hljóma verk eftir Händel, Mozart, Ravel, Piazzolla og Shostakovich. Sannkölluð flyglaveisla þar sem stíll hvers tímabils skín í gegn og möguleikar flyglanna nýttir til hins ýtrasta.

Það eru  þær Laufey S Haraldsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir sem skipa Flygladúóið Sóley.

 

Töfrandi heimur flyglanna er hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.