Kaupa miða
Dagsetningar og tími:
26.11.2017 - kl. 19:30
27.11.2017 - kl. 19:30
Verð frá: 3.950 kr.
Salur: Hamraborg

Þyrnirós

Rússneski ballettinn snýr aftur til Akureyrar - jólaviðburðurinn í ár 

 

St. Petersburg Festival Ballet og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja ballettinn Þyrnirós við tónlist eftir Tchaikovsky

„Ó vakna þú mín Þyrnirós, Þyrnirós"

 

Í fyrra var Hnotubrjóturinn fluttur á jólatónleikum SN en í ár er það Þyrnirós. Þegar ballettinn Þyrnirós var fyrst fluttur á sviði í St. Petersburg árið 1890 voru undirtektirnar fremur dræmar. Rússneskir áhorfendur höfðu vanist því að formföst og einföld tónlist hljómaði undir ballettum  en það átti svo sannarlega ekki við um tóna Tchaikovskys. Hins vegar hafði litrík tónlistin áhrif á mikilmenni á borð við Stravinsky, Balanche og Pavlova sem allir höfðu verkið í hávegum. Fjölmargir listamenn hafa tekið verkið upp á sína arma síðan og Þyrnirós er talin vera einn stórkostlegasti ballett allra tíma. Í verkinu er farið með áhorfendur inn í töfrum gæddan heim prinsessa, álfadísa, töfra og álaga. 

St. Petersburg Festival Ballet var stofnaður til að endurspegla bestu hefðir og anda Pétursborgarballettsins í sýningarferðum um allan heim. Glæsileiki, þokki og léttleiki einkennir Hátíðarballett Pétursborgar enda hafa aðaldansararnirunnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. 

Koma rússneska ballettsins til Akureyrar er gerð möguleg með menningarbrú Hofs og Hörpu sem reist var í september 2015. Markmið hennar er að auka tækifæri listamanna til að sýna list sína fyrir sunnan og norðan og fjölga viðburðum  á vegum menningarhúsanna. Þyrnirós verður sýnd í Hörpu í samstarfi við Sinfónúhljómsveit Íslands. 

Tónskáld: Pyotr Ilyich Tchaikovsky

Hljómsveitarstjóri: Vadim Nikitin

Danshöfundur: Marius Petipa

Meðhöfundar: Frederick Ashton, Anthony Dowell og Christopher Wheeldon

 

Miðaverð fyrir börn 16 ára og yngri er 3.950 krónur og er bókanlegt í miðasölunni í Hofi.