Fara í efni
Dags Tími
06 .feb 20:00
Verð: 7.990 kr.

BUBBI FÆRIR ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKARÖÐINA FRAM Í JANÚAR OG FEBRÚAR -

 

Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens hefur verið færð til loka janúar og byrjun febrúar vegna sóttvarnaraðgerða en rúmlega 2.000 miðar hafa selst á tónleikanna í Hörpu, Bæjarbíó, Bíóhöllinni og Hofi. “Við þessu er lítið að gera en þetta er í fyrsta sinn í marga áratugi sem ég sit ekki andspænis vinum og aðdáendum og spila fyrir þau uppáhaldslögin okkar fyrir hátíðarnar.”

 

Þorláksmessutónleikaröðin færist þannig um rúman mánuð vegna yfirvofandi samkomutakmarkana. Þetta er í fyrsta skipti sem færa þarf alla tónleikaröðina frá upphafi. í ljósi góðra frétta af árangri að kveða veiruna í kútinn og að bóluefni er væntanlegt í janúar þá höfum við trú á að þjóðinni verði leyft að koma saman á þessum tíma.

 

 

  • Bæjarbíó 19. janúar
  • Bæjarbíó 20. janúar
  • Bæjarbíó 21. janúar
  • Eldborg 29. janúar
  • Bíóhöllin Akranesi 4. febrúar
  • Hof Akureyri 6. febrúar

 

Miðar færast sjálfkrafa á nýjar dagsetningar. Þeir sem þegar hafa tryggt sér miða og hafa ekki tök á að nýta þá á nýrri dagsetningu fá miðana að sjálfsögðu endurgreidda.