Dagsetning: 10.11.2019
Tími: 16:00

Svartar fjaðrir - Gestaboð í Hofi

Menningardagskrá í tilefni af 100 ára útgáfuafmæli fyrstu ljóðabókar Davíðs Stefánssonar Svartar fjaðrir.

 

Fáar íslenskar ljóðabækur hafa vakið aðra eins athygli og aðdáun og ljóðabókin Svartar fjaðrir sem var fyrsta ljóðabók Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem hefur verið gefin út 13 sinnum frá 1919-2011. Ljóðin flugu beint í hjarta landsmanna og eru þar enn. Amtsbókasafnið á Akureyri, Davíðshús, Menningarfélag Akureyrar og Minjasafnið á Akureyri taka höndum saman og bjóða gestum til stofu Menningarhúsinu Hofi í tilefni afmælisins.

 

Í gestaboðinu í Hofi verður sungið og spjallað. Gestgjafinn býður góðum gestum til stofu til að ræða um líf og list skáldsins frá Fagraskógi en útgangspunkturinn eru ljóðabókin Svartar fjaðrir. Ljóð Davíðs eru opinská og ástríðufull ljóð sem bæði heilluðu og skelfdu og gefa tilefni til fjölbreyttrar menningardagskrár.

 

Á gestalistanum eru: bókmenntagúrúar og venjulegt fólk, Kammerkór Norðurlands, tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir o fleiri góðum gestum.

 

Menningardagskráin fer fram í Hamraborg og er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Enginn aðgangseyrir.

 

Viðburðurinn er styrktur af Sóknaráætlun og Norðurorku.