Fara í efni
Myndlistarsýning
Dags
15 .jan '20
16 .jan '20
17 .jan '20
18 .jan '20
19 .jan '20
20 .jan '20
21 .jan '20
22 .jan '20
23 .jan '20
24 .jan '20
25 .jan '20
26 .jan '20
27 .jan '20
28 .jan '20
29 .jan '20
30 .jan '20
31 .jan '20
01 .feb '20
02 .feb '20
03 .feb '20
04 .feb '20
05 .feb '20
06 .feb '20
07 .feb '20
08 .feb '20
09 .feb '20
10 .feb '20
11 .feb '20
12 .feb '20
13 .feb '20
14 .feb '20
15 .feb '20
16 .feb '20

Þórunn Bára Björnsdóttir ( 1950) hefur verið virk í íslenskri myndlist síðastliðinn áratug. Hún lauk listnámi frá listaháskólanum í Edinborg ( BA) og Wesleyjan háskóla í Bandaríkjunum (MALS). Þórunn Bára er félagi í SÍM. Hún hefur haldið sýningar árlega, ýmist á Íslandi eða erlendis. Þórunn Bára hefur vinnustofu á Grenimel 21 í Reykjavík þar sem verk hennar eru til sýnis og sölu en einnig til sölu á Gallerí Fold í Reykjavík. Þórunn Bára vinnur með náttúruskynjun.

Þórunni Báru er umhugað um samband manns við náttúru og telur að listin hafi hlutverki að gegna við að hvetja fólk til að umgangast náttúrna af hugulsemi og virðingu. Við berum hvert um sig sameiginlega ábyrgð á þeim málaflokkum sem nú ógna stöðuleika lífs á jörðu. Neikvæðar breytingar á láði og legi verða nú með auknum hraða, þannig að vistkerfið nær ekki að aðlagast og er í hættu sem aldrei fyrr. 

Skynreynsla er vannýtt leið til að öðlast skilning á tilverunni. Án skynjunar verður engin hugsun. Skynjun er nauðsynleg viðbót við vitneskju um náttúrunna sem vísindin hafa lagt fram og því verður maðurinn að gefa sér tíma til að sjá og hugsa. Þar gegnir listin mikilvægu hlutverki. Með þetta að leiðarljósi hefur Þórunn Bára horft til náttúruvísinda úr lífríki Surtseyjar sl. áratug og skrásett á léreft. Fátt er áhugaverðara en þróun lífs á nýrri jörð.

Verkunum, sem hér eru sýnd, er ætlað að lyfta upp tilvist smárra en mikilvægra plantna úr vistkerfinu svo sem fléttum og mosum. En einnig þeim íslensku plöntum sem hafa náð að festa rætur á hrjóstugu landi og við þekkjum og okkur þykir vænt um. Með því að gefa gróðri jarðar gaum verður okkur ljós sú fegurð og viska sem í náttúrunni býr sem er mannbætandi. Við höfum skyldur við náttúruna sem einstaklingar og samfélag.

Sýningin stendur til 16. febrúar.