Fara í efni
Dags Tími
16 .nóv '17 20:00

Sturtuhausinn, Söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri, er löngu orðinn fastur viðburður í tónlistarlífinu á Akureyri og víðar. Í þessari keppni hafa margir stigið sín fyrstu spor í tónlistinni. Í Sturtuhausnum gefst nemendum VMA tækifæri að láta ljós sitt skína við bestu aðstæður við undirleik hljómsveitar sem er undir stjórn Hallgríms Jónasar Ómarssonar. Skemmtileg kvöldstund fyrir alla, með stórstjörnum framtíðar.