Fara í efni
Dags Tími
08 .okt '23 13:00

Strengjamót á Akureyri 6.-8. október.

Foreldrafélag strengjasveita Tónlistarskólans á Akureyri og Tónlistarskólinn á Akureyri bjóða strengjanemendur landsins velkomna á Strengjamót helgina 6.-8. október.

Mótið er opið öllum strengjanemendum sem æfa munu í fjórum hljómsveitum. Stjórnendur sveitanna eru; Ásdís Arnardóttir, Kristín Halla Bergsdóttir, Guðmundur Kristmundsson og Bjarni Frímann Bjarnason.

Mótinu lýkur svo með hátíðartónleikum í Hamraborg kl. 14 sunnudaginn 8. október og er aðgangur ókeypis.

Frekari upplýsingar veitir Eydís Úlfarsdóttir eydisu@tonak.is