Fara í efni
Akureyrarvaka í Hofi
Dags Tími
26 .ágú '23 14:00

Sirkussveit Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands býður ykkur velkomin í tónlistarheim sirkusins!

Á sýningunni verður leikin hress og skemmtileg tónlist innblásin af undraverðum tónum sirkusins, meðal annars lög úr teiknimyndinni Dúmbó, Entrance of the Gladiators og Can-Can.

Sirkusstjóri er engin önnur en Margrét Eir Hönnudóttir.

Fjölskylduvæn skemmtun þar sem áhorfendum gefst tækifæri á að taka þátt í sýningunni auk þesss að hitta hljóðfæraleikara og prófa ýmis hljóðfæri.

Sérstakir gestir verða nemendur úr blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri og félagar úr Lúðrasveit Akureyrar.

Sóley Björk Einarsdóttir sér um hljómsveitarstjórn og útsetningar.

Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri eru samansettar úr blásara- og slagverksnemendum á öllum aldri. Sveitinar spila fjölbreytta tónlist og koma fram við hin ýmsu tilefni á Akureyri. Til dæmis hafa árlegir Hrekkjavökutónleikar þeirra slegið í gegn hjá bæjarbúum.

Lúðrasveit Akureyrar hefur þjónað og skemmt Akureyringum í 80 ár, fært bæjarbúum margar ánægjustundir og átt þátt í að setja hátíðarbrag á fjölmargar samkomur á þessu tímabili.

Á hátíðarstundum er leitað til lúðrasveita, en leikur þeirra er ómissandi þegar sérstök tilefni eru til hátíðarhalda.

Hljómsveitarskipan:

Flautur
Petrea Óskarsdóttir
Una Björg Hjartardóttir

Klarinett
Ármann Helgason
Íris Orradóttir

Saxafónn
Michael Weaver

Horn
Kjartan Ólafsson

Trompet
Vilhjálmur Ingi Sigurðsson
Jóhann Ingvi Stefánsson

Básúna
Carlos Caro Aguilera

Túba
Helgi Þorbjörn Svavarsson

Pákur/Slagverk
Emil Þorri Emilsson
Þorvaldur Halldórsson
Matiss Leo Meckl

Hljómborð
Þorvaldur Örn Davíðsson 

Sögukona
Margrét Eir Hönnudóttir

Hljómsveitarstjóri
Sóley Björk Einarsdóttir


Enginn aðgangseyrir