Fara í efni
Dags Tími
11 .jan '24 12:00

Þann 11. janúar næstkomandi stendur Rannís í samvinnu við SSNE fyrir hádegisverðarfundi kl. 12:00 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Kynningum verður skipt eftir sviðum; menntasjóðir, æskulýðssjóðir, menningarsjóðir, rannsóknir og nýsköpun (Tækniþróunarsjóður og skattfrádráttur).

Kynntir verða sjóðir og innlendar, norrænar, evrópskar og alþjóðlegar styrkjaáætlanir í umsýslu Rannís, til dæmis Nordplus , Erasmus+ , Creative Europe , Tækniþróunarsjóður auk skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna .

Við hvetjum starfsfólk sveitarfélaga, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnana, æskulýðsgeirann, listafólk, fyrirtæki, ungmenni og öll sem áhuga hafa á alþjóðasamstarfi að nýta tækifærið og kynna sér fjölþætta möguleika.

Sérfræðingar Rannís verða til taks eftir kynningarnar fyrir þau sem vilja ræða möguleikana á evrópsku/alþjóðlegu samstarfi nánar.

Húsið opnar kl. 12:00 og gefst þá gestum tækifæri til að ná sér í súpu. Kynningar hefjast stuttu síðar og standa til um það bil 13:00 og þá verður gott svigrúm gefið til spurninga, þróunar á hugmyndum og svo framvegis.

Skráning á viðburð í Hofi