Konfektkassi afmælisstarfsársins verður opnaður með pompi og prakt í Hamraborg.
Gleðin tekur öll völd þegar afmælisárið verður kynnt í tali og tónum með lifandi og fjölbreyttum hætti. Konfektmolarnir eru ekki af verri endanum enda stútfullir af tónlist, leiklist og tali. Mjúkir og harðir molar sem vert er að kynna sér. Við sögu koma meðal annars Elskan, er ég heima?, Rokkland, Jóla - Lóla, Jólaglögg, Kafteinn frábær, Birtingur, Upptakturinn, Fiðringur og Jón Nordal ásamt mörgu öðru. Þetta er dagskrá sem ungir sem aldnir ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Óvæntur fylltur konfektmoli, GULLkort Menningarfélagins, mun gleðja einn heppinn gest í salnum!
Ekki láta þennan konfektkassa fram hjá þér fara - komdu, njóttu og upplifðu með okkur - .
Kynnir og gestgjafi konfektskassans: Bergur Þór Ingólfsson leikhússtjóri.