Fara í efni
Dags Tími
14 .jan '23 20:00

Hér er efnisskrá tónleikanna. 

 

Glæsilegir nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands undir stjórn Daníels Þorsteinssonar ásamt stórsöngvurunum Þóru Einarsdóttur, Andra Birni Róbertssyni, Hönnu Dóru Sturludóttur og Degi Þorgrímssyni verða haldnir þann 14. janúar. Við munum fagna nýárinu í Hofi með glæsibrag og hefur Daníel sett saman hátíðlega og stórskemmtilega dagskrá í tilefni þess. Fluttir verða valsar, polkar, forleikir og aríur eftir tónskáld á borð við Johann Strauss, Sergei Prokofiev o.fl og munu gestir fá að njóta þessarar hátíðardagskrár í Hamraborg. Sérstakur gestur: Gísli Rúnar Víðisson.

Á tónleikunum verður frumflutt Fantasía um Ólaf Liljurós sem Michael Jón Clarke samdi sérstaklega af þessu tilefni.

Michael Jón verður með kynningu á veitingastaðnum í Hofi fyrir tónleika. Öll velkomin.