Fara í efni
Myndlist
Dags Tími
27 .maí '23 13:00
28 .maí '23
29 .maí '23
30 .maí '23
31 .maí '23
01 .jún '23
02 .jún '23
03 .jún '23
04 .jún '23
05 .jún '23
06 .jún '23
07 .jún '23
08 .jún '23
09 .jún '23
10 .jún '23
11 .jún '23
12 .jún '23
13 .jún '23
14 .jún '23
15 .jún '23
16 .jún '23
17 .jún '23
18 .jún '23
19 .jún '23
20 .jún '23
21 .jún '23
22 .jún '23
23 .jún '23
24 .jún '23
25 .jún '23
26 .jún '23
27 .jún '23
28 .jún '23
29 .jún '23
30 .jún '23
01 .júl '23
02 .júl '23
03 .júl '23
04 .júl '23
05 .júl '23
06 .júl '23
07 .júl '23
08 .júl '23
09 .júl '23
10 .júl '23
11 .júl '23
12 .júl '23
13 .júl '23
14 .júl '23
15 .júl '23
16 .júl '23
17 .júl '23
18 .júl '23
19 .júl '23
20 .júl '23
21 .júl '23
22 .júl '23
23 .júl '23
24 .júl '23
25 .júl '23
26 .júl '23
27 .júl '23
28 .júl '23
29 .júl '23
30 .júl '23
31 .júl '23
01 .ágú '23
02 .ágú '23
03 .ágú '23
04 .ágú '23
05 .ágú '23
06 .ágú '23
07 .ágú '23
08 .ágú '23
09 .ágú '23
10 .ágú '23
11 .ágú '23
12 .ágú '23
13 .ágú '23
14 .ágú '23
15 .ágú '23
16 .ágú '23
17 .ágú '23

Vegamót 2023

Þegar gengið er, markar tíminn spor sem leiða lífið áfram á vit uppgötvunar og upplifunar. Gamall gluggi ratar í samsett verk fundinna hluta og minnir á gleymda veröld notagildis, birtu og útsýnis. Rétt eins og spegill þjónar nú hlutverki dýptar í stað endurvarps og skrautmunir og handverk birtast sem táknmyndir í stærra samhengi. Staðið er frammi fyrir staðreyndum þar sem manneskjan trjónir á toppi með alla sína ólíku menningu í uppbyggðum hversdagsleika.

Hvaðan er komið og hvert er haldið?

Á vegamótum er horft um farinn veg og einstaka viðkomustaði tímans með allt það hafurtask sem fylgt hefur hverjum og einum í gegnum lífið. Fundnir hlutir, eins og mannfólkið, koma víða að og varpa ljósi á ólíka menningarheima en eru um leið vitnisburður um sömu gildi og sömu þrár hvert sem litið er.

Á 30 ára sköpunarferli stendur listamaðurinn reglulega á vegamótum, hugsar um farinn veg og horfir á ófarna slóð. Hugmyndir skjóta upp kollinum sem legið hafa í dvala eða legið hafa í loftinu um nokkurt skeið, og flæða um stað og stund. Endurvinnsla sjálfsins, endurvinnsla hugmynda, endurvinnsla nytjahluta, endurvinnsla listaverka. Nútíminn er endurvinnsla og nýsköpun framtíðinni til góða. Við stöndum á vegamótum þar sem virðing, gildismat, framleiðsla og umhverfi þarfnast endurskoðunar og endurbóta. Sýningin Vegamót býður upp á örlítið brot af umhugsun um hver við erum.

 

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fæddist á Siglufirði 23. júní 1963 og bjó þar til 1986, þegar hún fluttist til Akureyrar. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989 - 93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að setja upp ríflega 200 einkasýningar í 14 löndum á 30 ára ferli. Verk hennar má finna á opinberum stöðum víða um land, á Listasafninu á Akureyri, Listasafni Reykjanesbæjar og í einkasöfnum bæði á Íslandi og erlendis. Aðalheiður starfrækti Kompuna, gallerí á Akureyri í 8 ár, tók virkan þátt í uppbyggingu Listagilsins á Akureyri og er einn af stofnendum Verksmiðjunar á Hjalteyri. Hún hefur verið gjaldkeri Gilfélagsins á Akureyri, varaformaður Myndlistafélagsins á Akureyri og er félagi í SÍM og Myndhöggvarafélaginu. Árið 2000 var hún útnefnd Bæjarlistamaður Akureyrar og sama ár hóf hún þátttöku í Dieter Roth akademíunni. Aðalheiður hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun ríkisins og var útnefnd Bæjarlistamaður Fjallabyggðar fyrir árið 2022.

Í desember 2011 keypti Aðalheiður Alþýðuhúsið á Siglufirði og hefur komið upp vinnustofu þar. Einnig stendur hún fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum og hefur endurvakið Kompuna í litlu rými þar. Aðalheiður hlaut menningarverðlaun DV árið 2015 og var tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2017 og 2020 fyrir starfið í Alþýðuhúsinu og hlaut síðan Eyrarrósina 2023.

Helstu einkasýningar Aðalheiðar eru 40 sýninga röð sem sett var upp í 14 löndum í tilefni af fertugs afmæli hennar og 50 sýninga röð í tilefni af fimmtugs afmælinu. Sýning í Non Space Árósum 2015, Listasafnið á Akureyri 2019, Ráðhússalur Siglufjarðar 2022. Í tilefni af sextugsafmæli sínu mun Aðalheiðiur fara með 60 gjörninga á 6 dögum hringinn um landið.

Vinnustofa og heimili Aðalheiðar er í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og í Freyjulundi 604 Akureyri.

adalheidur@freyjulundur.is  www.althyduhusid.com / www.freyjulundur.is

sími: 865-5091